Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Biggi semur við tónlistarrisa

$
0
0

Biggi segir þetta þýðingarmikið skref fyrir sinn tónlistarferil, en Imagem sér meðal annars um að dreifa og koma tónlist hans á framfæri í kvikmyndir, sjónvarpsþætti og auglýsingar. „Ég hef samið tónlist síðastliðin tíu ár fyrir auglýsingar, kvikmyndir, leikhús og sjónvarpsþætti, ásamt því að gefa út plötur með hljómsveitum mínum, þannig að ég hef safnað miklu efni í gegnum árin. Það góða við þetta samstarf er að ég er enn frjáls í minni sköpun og get unnið með þeim sem sem mig langar til, hvar sem er í heiminum. Ég er ekki niðurnjörvaður í verkefni sem þau setja mér fyrir og hef alltaf val, sem skiptir mig miklu máli.“

Biggi lauk nýverið vinnslu við sína fyrstu stóru bíómynd Beeba Boys eftir verðlaunahöfundinn og leikstjórann Deepa Mehta, sem kom út á dögunum. Einnig gerði hann tónlist í stiklur fyrir kvikmyndirnar Far From the Madding Crowd eftir Thomas Vinterberg og I Smile Back, þar sem Sarah Silverman fer með aðalhlutverkið.

„Sem stendur er ég að rækta heimahagann og er að skoða samstarf með íslenskum kvikmyndaframleiðendum. Einnig langar mig að gefa út plötu á næsta ári og er búinn að semja nokkur ný lög sem ég stefni á að taka upp og gefa út á næstunni,“ segir Biggi Hilmars.

The post Biggi semur við tónlistarrisa appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652