Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

WOW flýgur til Suður-Frakklands

$
0
0

Flugfélagið WOW air hefur í dag sölu á flugi til Nice í Suður-Frakklandi. Áætlunarflug þangað hefst 2. júní næstkomandi og verður flogið fram í miðjan september, tvisvar í viku; á fimmtudögum og sunnudögum.

Nice er þriðji áfangastaður WOW air í Frakklandi en flugfélagið flýgur til Parísar allan ársing hring og til Lyon yfir sumartímann. Flugtími þangað er rúmlega fjórar klukkustundir.

Þessi nýi áfangastaður mun eflaust gagnast þeim sem hyggjast fylgjast með EM í knattspyrnu í sumar. Í fréttatilkynningu WOW kemur fram að Gaman Ferðir munu bjóða upp á pakkaferðir til Nice og einnig pakkaferðir á EM. Nú þegar eru um 3000 manns á biðlista eftir pakkaferðum á EM. Mikil eftirvænting ríkir fyrir útdrætti í riðla sem fram fer 12. desember nk., þá kemur í ljós hvar í Frakklandi íslenska landsliðið spilar en leikir munu fara fram víðsvegar um Frakkland. Strax að útdrættinum loknum hefst sala á heimasíðu Gaman Ferða.

The post WOW flýgur til Suður-Frakklands appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652