Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Hlutu Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins

$
0
0

Öryrkjabandalag Íslands veitti í gær Hvatningarverðlaun sín í níunda sinn. Verðlaunin voru veitt á alþjóðadegi fatlaðra.

Í flokki einstaklinga var Brynjar Karl Birgisson verðlaunaður fyrir Lego-verkefnið „Titanic“ og söguna „Minn einhverfi stórhugur“. Brynjar Karl hóf Titanic verkefnið þegar hann var 10 ára gamall og tók það 11 mánuði. Skipið er gert úr 56.000 Lego kubbum.Í kjölfarið samdi hann söguna „Minn einhverfi stórhugur“. Hagnaður af sölu bókarinnar hefur farið í verkefnið „Mín einhverfa saga“ sem er vinnustofa fyrir börn á einhverfurófi.

Í flokki fyrirtækja/stofnana Sjónarhóll, fyrir ráðgjöf og dyggan stuðning við réttindabaráttu foreldra barna með sérþarfir. Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir. Ráðgjöf á vegum Sjónarhóls er veitt endurgjaldslaust á landsvísu. Ráðgjafar Sjónarhóls eru til stuðnings foreldrum í baráttu fyrir bættri þjónustu við börnin.

Í flokki umfjöllunar/kynningar Snædís Rán Hjartardóttir, fyrir baráttu sína við stjórnvöld vegna synjunar á túlkaþjónustu. Snædís Rán sýndi mikinn kjark þegar hún fór í dómsmál vegna skorts á túlkaþjónustu. Hún vann það mál fyrir héraðsdómi. Snædís Rán hefur verið mikið í fjölmiðlum vegna baráttu sinnar fyrir réttindum fatlaðs fólks.

 

 

The post Hlutu Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652