Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Umferðarmiðstöð opnuð í Holtagörðum

$
0
0
Umferðarmiðstöð Gray Line er flutt í Holtagarða og þaðan er nú haldið í allar dagsferðir og áætlunarferðir fyrirtækisins. Á annað þúsund ferðamenn fara með Gray Line á hverjum degi í rúmlega 50 dagsferðum frá Reykjavík auk áætlunarferða í tengslum við allt áætlunarflug til og frá Keflavíkurflugvelli. 
 
Gray Line hafði áður aðstöðu í miðbænum en þurfti að víkja vegna byggingaframkvæmda. Söluskrifstofa fyrirtækisins verður þó áfram við Lækjartorg.
 
Hin nýja umferðarmiðstöð er í 380 fermetra rými á jarðhæð í Holtagörðum, við hlið bakarís Jóa Fel. Innan miðstöðvarinnar er Álafossverslun auk farþegaþjónustu. Við umferðarmiðstöðina eru einnig næg bílastæði og mikil áhersla er lögð á gott aðgengi fyrir viðskiptavini og öryggi á rútustæði.
 
„Staðsetningin í Holtagörðum opnar á fyrsta flokks tengingu við almannasamgöngur þar sem rútan til og frá Keflavíkurflugvelli mun koma við í Mjóddinni en þar er miðstöð fyrir strætó af öllu landinu og höfuðborgarsvæðinu. Holtagarðar eru nánast í miðju búsetu í höfuðborginni og fyrir vikið hentar þessi staðsetning umferðarlega miklu betur en áður,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Gray Line.
 
Helstu áhrifin fyrir erlenda ferðamenn af flutningi Gray Line úr miðbænum í Holtagarða er að þeir sem gista í miðbænum hafa ekki lengur möguleika til að koma gangandi á umferðamiðstöð Gray Line. „Við höfum fyrir vikið fjölgað tengiferðum á hótel og gististaði í miðbænum til að vega upp á móti þessari breytingu. Við hefðum gjarnan viljað vera áfram með aðstöðu þar sem flestir ferðamennirnir eru, en það stóð einfaldlega ekki til boða af hálfu borgarinnar,“ segir Þórir.

The post Umferðarmiðstöð opnuð í Holtagörðum appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652