Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Lopapeysuhátíð í kvöld

$
0
0

Lopapeysuhátíðin Lopinn 2015 fer fram í Víkinni – Sjóminjasafni Reykjavíkur úti á Granda í kvöld og hefst klukkan 20.00. „Við ætlum að skapa útilegustemningu í borginni þar sem allir mæta í lopapeysu, hlusta á harmonikkutónlist og njóta góðs félagsskapar. Vonandi verður sólin líka með okkur,“ segir Sigríður Guðlaugsdóttir sem skipuleggur hátíðina ásamt Guðlaugu Stellu Brynjólfsdóttur.

Sigríður og Guðlaug eru sendiherrar alþjóðlegu samtakanna InterNations sem hafa það að markmiði að tengja aðflutta og innfædda. Á vegum samtakanna eru haldnir mánaðarlegir viðburðir í um 400 borgum víða um heim og er Lopapeysuhátíðin þriðji viðburðurinn sem haldinn er á vegum InterNations í Reykjavík.

„Ég er nýflutt heim frá Spáni þar sem ég bjó í ár og kynntist þar þessum samtökum. Það hjálpaði mér mikið að komast inn í samfélagið, kynnast Spánverjum en líka fólki frá öðrum löndum sem var þarna búsett. Ef ég ferðaðist um gat ég síðan alltaf leitað uppi viðburðu á vegum InterNations og tekið þátt,“ segir Sigríður.

Fyrri viðburðir á vegum þeirra í Reykjavík voru hittingar á Slippbarnum og Kaffi Sólon en lopapeysuhátíðin er endurvakinn viðburður sem Sigríður stóð fyrst fyrri árið 2012 þegar hún rak kaffihúsið Himinn og haf í Garðabæ.

Frítt er á viðburðinn í kvöld og tekið á móti fólki með drykk, auk þess sem fólk getur tekið þátt í happadrætti og unnið skemmtilega vinninga.

Hægt er að fylgjast með viðburðum víða um heim á vefnum Internations.org.

The post Lopapeysuhátíð í kvöld appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652