Hafnar eru framkvæmdir við Kingdom turninn í Jeddah í Saudi-Arabíu en hann mun ryðja Burj Khalifa turninum í Dubai úr vegi sem hæsta bygging heims. Nú þegar hafa 26 hæðir risið en áætlað er að turninn verði fullkláraður árið 2020 og að alls muni fara 80.000 tonn af stáli í herlegheitin.
Turninn er hannaður af arkitektateymi frá Chicago, þeim Adrian Smith og Gordon Gill, og mun hann telja 200 hæðir og verða 1 kílómetri á hæð. Turninn mun hýsa Four Seasons hótel, Four Season íbúðir, lúxus skrifstofur og hæsta útsýnispall í heimi þaðan sem verður hægt að njóta útsýnis yfir Rauðahafið.
Það er prinsinn og billjónamæringurinn Alwaleed bin Talal sem stendur á bak við byggingu turnsins, sem margir telja að verði seint vikið úr sessi sem þess hæsta í heimi, og hefur hann sagt að byggingin muni ekki aðeins styrkja ímynd konungdæmisins heldur einnig skapa tugi þúsunda nýrra starfa.


The post Hæsti turninn verður kílómeter á hæð appeared first on Fréttatíminn.