Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Spunaveisla í Þjóðleikhúskjallaranum

$
0
0

Einn besti spunaleikari New York, Anthony Atamanuik, mun sýna með spunaleikurum frá Improv Ísland mánudagskvöldið 7. desember í Þjóðleikhúskjallaranum.
Anthony er í einum þekktasta spunaleikhópi Bandaríkjanna, Asssscat, ásamt Amy Poehler, Tinu Fey og fleirum. Hann hefur m.a komið fram í Broad City og 30 Rock og sýnir reglulega og kennir í UCB leikhúsinu í New York.
Gestir Spunaleikhússins þetta kvöld eru heldur ekki af verrri endanum. Ingvar E leikur sitt hlutverk úr senu, á móti Anthony sem veit ekki um hvað senan er og spinnur á móti. Ari Eldjárn fer með sannsögulegan mónólóg út frá einu orði frá áhorfendum, og leikhópurinn spinnur sýningu ásamt Anthony út frá sömu aðstæðum. Karl Olgeirsson spilar undir frumsömdum söngleik og margt fleira.
Næstu sýningar Improv Ísland eru ekki fyrr en í febrúar, svo þetta er kjörið tækifæri fyrir áhugafólk um spuna og almenna skemmtun að athuga.
Miðasala er á midi.is og leikhusid.is og hefst sýningin kl. 20.00.

The post Spunaveisla í Þjóðleikhúskjallaranum appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652