1. Koffein: Ef að þú átt erfitt með svefn er gott að draga úr inntöku koffeinríkra drykkja, s.s. kaffi, kóladrykkjum og orkudrykkjum upp úr hádegi því það tekur líkamann 8-12 tíma að skola út áhrifum þeirra.
2. Sykrað ruslfæði: Gosdrykkir og nammi getur skotið upp blóðsykrinum. Það getur verið einfalt að sofna í sykurfallinu en síðar um nóttina þegar blóðsykurinn nær lágmarki getur það raskað svefnferlinu og vakið þig.
3: Unnar kjötvörur og þroskaðir ostar: Þessi matvæli innihalda amínósýruna tyramine sem losar örvandi boðefni og raskar blóðþrýstingsstjórn okkar. Mikið kryddaður matur getur einnig verið örvandi og raskað hitastýringu líkamans. Þessa fæðu ætti því að forðast á kvöldin.
4. Þungar máltíðir: Bakflæði er algeng orsök röskunar á svefni og er mikilvægt fyrir þá sem hafa einkenni að huga að mataræðinu fyrir svefninn. Þungar máltíðir fyrir svefn, brasaður skyndibiti, sítrusávextir, kaffi og gos eru því á bannlista. Trefjaríkur matur er lykilatriði og hnetusmjör getur verið hjálplegt kvöldsnarl.
5. Áfengi: Sumir fá sér einn áfengan drykk fyrir svefninn, það gæti þó verið meira til ógagns. Þó svo að áfengið sé slævandi þá eru áhrifin skammvinn. Áfengið raskar svefnferlinu og minnkar endurnærandi djúpsvefn og eykur líkur á að þú vaknir of snemma og óendurnærð(ur).
Heimild: Doktor.is
The post Hvers konar mat á að forðast fyrir svefninn? appeared first on Fréttatíminn.