Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Barist gegn þurrki í kuldanum

$
0
0

Varir:
Kalda loftið leikur um varirnar þegar við öndum því að okkur sem veldur því að þær þorna og flagna. Best er að bera varasalva á varirnar áður en maður fer út og nokkrum sinnum yfir daginn til að draga úr rakamissi. Það getur einnig verið gott að setja smá af augnkremi á varirnar áður en varasalvinn er borinn á. Það er líka nauðsynlegt að bera varasalva á varirnar áður en varalitur er settur á, sérstaklega ef hann er mattur. Einnig má blanda saman púðursykri og hunangi og nudda varirnar til að losa dauðar húðflögur til að halda þeim fallegum og mjúkum.

Andlit:
Rakakremið er nauðsynlegt að nota daglega til að viðhalda góðum raka í húðinni. Þá skiptir mestu að þekkja sína húðgerð til að velja rétt rakakrem, en hægt er að fá fljótlega húðgreiningu á snyrtistofum. Áður en farði er borinn á húðina er gott að nota léttan andlitsskrúbb einu sinni til tvisvar í viku en bera alltaf rakakrem á hana. Best er að nota fljótandi farða því hann blandast vel við húðina og gefur náttúrulega áferð. Ágætt er að bera farðann á húðina með förðunarbursta til að fá jafnt og fallegt útlit.

Hugsum vel um húðina í kuldanum.
Hugsum vel um húðina í kuldanum.

Augu:
Ekki má gleyma húðinni í kringum augum. Það er ekki ráðlagt að nota hefðbundið rakakrem á húðina í kringum augun þar sem hún er þynnri og viðkvæmari. Hinsvegar gildir það sama um húðina í kringum augun og aðra húð að það þarf að bera á hana krem til að viðhalda raka. Best er að bera rakagefandi augnkrem á húðina kvölds og morgna, á hreina húð og passa að þrífa alla augnmálningu af á kvöldin. Þar að auki er best að forðast augnskugga sem þurrka húðina eða nota rakagefandi primer undir augnskugga.

Hendur:
Notaðu vettlinga til að halda góðum hita á höndunum, til að koma í veg fyrir að kalda loftið nái til þeirra. Ágætt er að bera handáburð á þær áður en farið er út í kuldann og nokkrum sinnum yfir daginn. Til að halda þeim mjúkum er hægt að skrúbba þær með heimatilbúnum skrúbb úr púðursykri, kókos- eða ólífuolíu og örlitlu af hunangi. Til að halda nöglunum fallegum er gott að nudda þær með olíu og ýta varlega niður naglaböndunum, þetta má jafnframt gera klukkustund áður en þær eru lakkaðar.

Munum eftir vettlingunum og verndum hendurnar í kuldanum.
Munum eftir vettlingunum og verndum hendurnar í kuldanum.

 

The post Barist gegn þurrki í kuldanum appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652