Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Norðmenn ánægðir með Lygi Yrsu

$
0
0

Þá valdi Adresseavisen Lygi sem eina af tíu bestu þýddu glæpasögum ársins í Noregi. Fyrisögnin á gagnrýni um bók Yrsu er: „Í algjörum sérflokki.“ Gagnrýnandi blaðsins segir að þetta sé enn ein spennandi og frumleg glæpasaga frá einni af þeirri bestu í þessari grein bókmenntanna. „Við vorum varla búin að hrista af okkur óhugnaðinn í Kulda þegar Yrsa neglir okkur aftur niður í sætið með magnaðri glæpasögu. … Lygi er glæpasaga í hæsta gæðaflokki; áhrifamikil, frumleg saga um sorg, söknuð, hefnd og kærleika.“

Í bókinni segir frá fjögurra manna hópi sem fer að sinna viðhaldi í Þrídrangavita úti fyrir suðurströndinni – þaðan sem enginn kemst lifandi nema í þyrlu. Fjölskylda snýr heim eftir íbúðaskipti en hvorki finnst tangur né tetur af gestum þeirra. Og ung lögreglukona rekst á áratugagamla skýrslu um eiginmann sinn sem umturnar lífi hennar.

Yrsa sendi á dögunum frá sér nýja bók hér á landi, Sogið, og hefur hún fengið prýðilega dóma.

LOGNEN_forside-xx.indd

The post Norðmenn ánægðir með Lygi Yrsu appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652