Desember er mikill streitumánuður. Það er því mikilvægt að gefa sér tíma til að slaka aðeins á inn á milli. Hér er farið yfir atriði sem gott er að hafa í huga áður en slökun hefst. Þar á eftir má finna tillögu af stuttri en árangursríkri slökun.
Afslöppun
Byrjið á eftirfarandi atriðum:
- Losið af ykkur allan óæskilegan klæðnað og skóbúnað.
- Liggið flöt með kodda undir höfði (á rúmi eða gólfi).
- Liggið með bak í gólfi, fætur aðeins í sundur og hendur með hliðum.
- Verið eins mjúk og þið getið frá höfði til táa.
- Látið herðablöð hvíla flöt á gólfi.
- Hreyfið fætur lítillega.
- Slakið á fótum.
- Hristið handleggi lítillega, veltið handarbaki í gólf.
- Veltið höfði fram og aftur.
Afslöppunaræfingar fyrir helstu vöðvahópa:
Fætur
Beygðu vinstri fót þannig að hann lyftist 15-20 cm frá gólfi, vísið tám að höfði. Haltu þessari spennu eins lengi eða þangað til þú ferða að finna fyrir smá titringi. Á þessu stigi, hættu að beygja fót og láttu hann síga í gólf. Hvíldu fót í u.þ.b. 10 sekúndur. Endurtaktu þessa aðferð aftur fyrir sama fót. Farðu svo í gegnum sama ferli með hægri fót.
Rass og læri
Spenntu rass- og lærvöðva, eins mikið og þú getur. Haltu spennunni eins lengi og þú getur þangað til þú verður að slaka á. Hvíldu í 10 sekúndur og einbeittu þér að slökuninni í vöðvunum og finndu hvernig spennan flýtur út. Endurtaktu æfinguna.
Handleggir og axlir
Ímyndaðu þér að það sé stöng fyrir ofan þig sem þú vilt ná í og toga þig upp. Lyftu upp örmum, lófa upp, beint fyrir ofan brjóst. Taktu utan um ímyndaða stöng, taktu eins fast utan um hana og þú getur. Spenntu vöðvana í handleggjunum og öxlunum. Lyftu öxlum upp, eins hátt og þú getur. Haltu eins lengi og þú getur. Hvíldu í 10 sekúndur, þú finnur hitann streyma, slökunartilfinninguna og sleppir spennunni út. Endurtaktu æfinguna
Heimild: doktor.is
The post Árangursrík afslöppun appeared first on Fréttatíminn.