Sigmundur Guðbjarnason, fyrrverandi háskólarektor, er löngu þekktur fyrir rannsóknir sínar á lækningamætti íslenskra jurta, ekki síst ætihvannarinnar. Eftir að hafa stundað rannsóknir um árabil ákvað hann í samvinnu við Þráin Þorvaldsson, Steinþór Sigurðsson og fleiri aðila að stofna fyrirtæki í því skyni að hagnýta þessar rannsóknir og fyrirtækið SagaMedica varð til árið 2000. Ein þekktasta náttúruvara fyrirtækisins er SagaPro sem er notuð til að draga úr tíðum þvaglátum.
SagaPro gegn tíðum þvaglátum
SagaMedica er stolt af því að þróa og framleiða hágæðavörur úr íslenskri náttúru. SagaPro er eina íslenska náttúruvaran sem hefur gengist undir klíníska rannsókn hér á landi og sýna niðurstöður hennar að SagaPro getur gagnast við tíðum þvaglátum hjá þeim undirhópi sem hafði minnkaða blöðrurýmd og voru rannsóknarniðurstöður birtar í erlendu fagtímariti á sviði læknisfræði. „Í kjölfar rannsóknarinnar opnuðust markaðir fyrir vörur okkar erlendis og árið 2013 fékk SagaPro verðlaun í Bandaríkjunum sem ein af bestu vörunum í flokki nýrra náttúruvara á markaðinum. Samið var um dreifingu í Kanada, Svíþjóð og Finnlandi,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, sölu- og markaðsstjóri SagaMedica.
SagaMemo bætir minnið
SagaMemo er náttúruvara sem sýnt hefur verið fram á í dýrarannsóknum að hefur minnisbætandi áhrif. SagaMemo samanstendur meðal annars af ætihvannarfræjum og blágresi en við það magnast áhrif þessara efna upp. „Jólin eru annasamur tími þar sem við þurfum að muna ótal marga hluti og því er SagaMemo hentug lausn í jólaösinni,“ segir Ingibjörg. Vörur SagaMedica eru fyrst og fremst hugsaðar sem forvörn. „Við erum sífellt að bæta við þekkinguna og gera eitthvað nýtt, það er það sem gerir vörurnar okkar sérstakar og einstakar.“ Hvönnin spilar stórt hlutverk hjá SagaMedica og segist Ingibjörg líta á hvönnina sem „græna gullið.“ „Hvönnin, eða Angelica, hefur árhundruðum saman verið talin ein mikilvægasta lækningajurtin af Norður-Evrópubúum. Öll jurtin hefur verið notuð til lækninga, hvort heldur laufin, stilkarnir, fræin eða ræturnar. Það má því með sanni segja að Angelica stuðli að bættum lífsgæðum.“
SagaMedica vinnur náttúruvörur sínar að miklu leyti úr ætihvönn, sem hefur verið nefnd jurt norðursins, því þar þrífst hún best og hefur mesta virkni. Ásamt SagaPro og SagaMemo framleiðir SagaMedica Angelica töflur sem fyrirbyggja kvef og hafa styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið, ásamt því að innihalda efni sem talin eru slá á kvíða.


Unnið í samstarfi við SagaMedica
The post Íslenska hvönnin til margs nýtileg appeared first on Fréttatíminn.