Í nýjasta þætti Heilsutímans var lögð áhersla á unga fólkið og hreyfingu þess. Auk þess fór lyfjafræðingur yfir nokkrar af algengustu spurningum sem lyfsalar og lyfjafræðingar fá í apótekinu.
Einnig var kíkt í heimsókn í Zymetech, en fyrirtækið hlaut nýsköpunarverðlaun Íslands í vor. Zymetech er leiðandi íslenskt líftæknifyrirtæki á sviði rannsókna, þróunar, framleiðslu og sölu náttúrulegra sjávarensíma til hagnýtingar í húðvörur, lækningatæki og lyf.
Heilsutíminn er frumsýndur alla mánudaga klukkan 20 á Hringbraut.
Umsjónarmaður Heilsutímans er Gígja Þórðardóttir
The post Heilsutíminn: Kyrrseta íslenskra ungmenna er áhyggjuefni appeared first on Fréttatíminn.