Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Gott efni –á okkar mælikvarða

$
0
0

Íslenska spennuþáttaserían Réttur kláraðist um daginn eftir átta vikur í sjónvarpinu. Ég fylgist með íslensku leiknu efni af miklum áhuga og fylgdist því með Réttinum í hverri viku.
Áður en þættirnir fóru í loftið sýndi Stöð 2 svokallaðan Making-of þátt þar sem talað var við flesta sem að þættinum komu. Það var ágætt. Eitt sem stakk mig í þeim viðtölum var að einn af þeim sem vann að þessari þáttaröð sagði þar að þessi sería af Rétti væri á pari við það besta sem er að gerast í Skandinavíu. Ég hugsaði; ok. Komdu með það.
Ég hef fylgst með öllum þeim norrænu þáttum sem hafa komið á undanförnum árum og er búið að skilgreina sem hugtakið Nordic-Noir. Réttur er ekki í þessum hópi. Fyrirgefið mér ef ég er neikvæður en þetta er bara ekki svona einfalt. Réttur er mjög fín sería á íslenskan mælikvarða og með þeim betri meira að segja. EN að halda því fram að við séum samferða frændum okkar, er rangt. Við munum ekki ná þangað á stuttum tíma, eingöngu sökum þess að við höfum ekki sömu fjármuni, né eins mikla sögu í þessum efnum.
Ég er samt ánægður með þessa seríu. Hún er mjög góð á okkar mælikvarða. Mér fannst hún þó tveimur þáttum of löng. Sagan var ekki nema 6 þátta sería, en lopinn var teygður í 8 þætti. Leikararnir voru margir ágætir en mér finnst nauðsynlegt að minnast á þau Halldóru Geirharðsdóttur og Berg Þór Ingólfsson, sem voru áberandi best. Tónlistin í þáttunum var líka feikifín og margir af ungu leikurunum sýndu efnilega spretti. Hættum samt að miða okkur við eitthvað sem er ljósárum á undan okkur. Það sem við gerum er gott.

The post Gott efni – á okkar mælikvarða appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652