Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Bragi Valdimar er konungur jólanna

$
0
0

Plötusala á Íslandi hefur oft verið með betra móti en í ár. Á plötulistum undanfarinna vikna hafa sölutölur verið mun lægri en áður og er það merki um þá þróun sem á sér stað í tónlistarlífinu um allan heim. Söluhæsta platan þetta árið er Jólaland Bagglútsmanna sem eru ókrýndir konungar jólanna. Um síðustu helgi kláruðu þeir einnig 16 tónleika törn í Háskólabíói sem seldust upp á mettíma á haustdögum. Baggalútur á þrjár plötur á topp 30 listanum yfir söluhæstu plötur síðustu viku því plöturnar þeirra Næstu jól og Jól og blíða seljast vel um hver jól. Einnig á Bragi Valdimar plötuna sem er í 5 .sæti, Karnivalía, sem einnig er bók, sem og tónlistina á jólaplötu Sigurðar Guðmundssonar sem vermir listann eins og fyrri jól. Það má því segja að Bragi sé konungur jólanna.
„Ég þarf að fara að hætta þessu og semja um einhverja aðra árstíma,“ segir Bragi Valdimar. „Þetta virkaði greinilega hjá okkur í ár og í ljósi dræmrar plötusölu mætti kalla þetta varnarsigur,“ segir hann. „Ég stefni á hressa vorplötu eða hugljúfa haustplötu næst. Ég er að vísu að semja tónlistina við leikritið Djöfleyjuna. Þar eru ein jól, svo maður er ekki alveg sloppinn,“ segir Bragi Valdimar Skúlason baggalútur.

The post Bragi Valdimar er konungur jólanna appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652