Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Hlaupa í friði og spekt

$
0
0

„Við skokkum í friði og spekt og þó svo að hlaupaleiðin sé um 14 kílómetrar er þetta hlaup sem flestir ráða við,“ segir Anton Magnússon, meðlimur í Skokkhópi Hauka. Á hlaupaleiðinni er komið við hjá helstu kirkjum og kapellum Hafnarfjarðar og samkvæmt hefðinni er bankað á hverjar kirkjudyr. „Þannig látum við vita af okkur og að við komum í friði og spekt. Á hverjum stað bíðum við eftir hópnum og höldum svo áfram í sameiningu.“

Allir eru velkomnir og segir Anton að hver og einn geti hagað hlaupaleiðinni eftir sínu höfði. „Afar auðvelt er að stytta hlaupaleiðina að vild, sérstaklega áður en hlaupið er að Garðakirkju.“ Þó svo að Garðakirkja tilheyri ekki Hafnarfirði lengur er hún hluti af hlaupaleiðinni því kirkjan er sú fyrsta sem Hafnfirðingar sóttu.

24330 kirkjuhlaup ný
Um 100 manns tóku þátt í Kirkjuhlaupi Hauka í fyrra og von er á álíka fjölda í ár. Séra Kjartan Jónsson, prestur í Ástjarnarkirkju, hefur hlaupið með stuttri hugvekju og tekur svo á móti þátttakendum að hlaupi loknu með rjúkandi heitu kaffi, kakói og smákökum. Mynd/Sigurjón Pétursson.

Kirkjuhlaupið hefst klukkan 10 á annan í jólum og lagt er af stað frá Ástjarnarkirkju. Hlaupið hefst á léttri hlaupamessu þar sem séra Kjartan Jónsson heldur stutta hugvekju áður en lagt er af stað í hlaupið sjálft. „Hann er skemmtilegur og tilkippilegur í allt sprell og það hefur verið afar ánægjulegt að skipuleggja hlaupið með honum í gegnum árin,“ segir Anton.

Í hlaupinu er meðal annars komið við í Kaþólsku kirkjunni, Fríkirkjunni, Klaustrinu og Hafnarfjarðarkirkju. Hlaupið endar í Ástjarnarkirkju þar sem hlaupararnir leggja til smákökur og annað góðgæti, auk þess sem boðið verður upp á kaffi og kakó. „Það er svo ljúft eftir mesta átið að ná sér í smá hreyfingu, og fá sér svo smá hressingu á eftir,“ segir Anton.

Upplýsingar um viðburðinn á Facebook.

 

The post Hlaupa í friði og spekt appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652