María Reyndal er hlustendum af góðu kunn og hefur m.a. leikstýrt áður m.a. „Best í heimi“ og „Sálminum um blómið“ í Útvarpsleikhúsinu. Hún hefur einnig skrifað ásamt öðrum m.a. „Stelpurnar“, „Ástríði“ og Áramótaskaup Sjónvarpsins. Ragnheiður hefur verið búsett í Bretlandi síðastliðin 20 ár og m.a. rekið barnaleikhús sem ferðaðist með sýningar á Karíusi og Baktusi í skóla vítt og breitt um London. Þær eru systkinabörn og er þetta fyrsta verkið sem þær skrifa saman.
Með helstu hlutverk fara Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Dominique Sigrúnardóttir, Arnmundur Ernst Bachmann, Sigurður Sigurjónsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Einar Sigurðsson sér um hljóðvinnslu.
Leifur óheppni mun hljóma daglega á Rás 1 klukkan 15, dagana 24.-29. desember.
The post Leifur óheppni í Útvarpsleikhúsinu appeared first on Fréttatíminn.