Úr raunveruleikaþáttum á tískupallana
Tvær af vinsælustu fyrirsætum heims, Kendall Jenner og Gigi Hadid, byrjuðu feril sinn í raunveruleikaþáttum og ganga nú tískupallana fyrir stærstu hönnuði heims. 2015 var gott ár fyrir þessar bestu vinkonur, en ásamt því að bera af í fatavali voru þær andlit herferðar Balmain og H&M og gengu auk þess pallana á tískusýningu Victoria´s Secret í fyrsta skipti.



Gegnsæja árið
Gegnsæir kjólar í hinum ýmsu myndum voru áberandi á árinu. Segja má að æðið hafi náð hápunkti á Met galakvöldverðinum í maí þegar Beyonce og Kim Kardashian vöktu athygli. Gegnsætt var auk þess áberandi í eftirpartíinu eftir Óskarsverðlaunahátíðina þegar stjörnurnar kepptust um að klæðast gegnsæju eða jafnvel engu.





Best klædd
Leikkonan Lupita Nyong´o skaust upp á stjörnuhimininn árið 2014 og hefur skinið skært síðan. Hún er ávallt vel til fara og sigraði á hverjum rauða dreglinum á fætur öðrum á árinu. Hún endaði svo árið með glæsibrag að kynna nýju Star Wars myndina, þar sem hún fer með hlutverk.




Best eða verst klædd?
Söngkonan Rihanna fór mikinn á rauða dreglinum í ár og prýðir ýmist lista yfir hinar best klæddu eða verst klæddu. Eitt er víst, athyglin var hennar.


Verst klæddar
Þó svo að þú sért stjarna þá þýðir það samt ekki að allt sé leyfilegt þegar kemur að klæðavali. Lady Gaga og Miley Cyrus eru þó óhræddar við að fara sínar eigin leiðir en rötuðu oftar en ekki á lista yfir þær verst klæddu á árinu, þó sumir myndu kannski skella þeim á lista yfir þær best klæddu.



The post Tískuárið 2015: Gegnsætt og glitrandi appeared first on Fréttatíminn.