Gunnar V. Andrésson er einn reyndasti fréttaljósmyndari landsins og fagnar hálfrar aldar starfsafmæli á árinu. „Ég hef verið með myndavél á maganum öll þessi ár og er genginn upp að hnjám,“ segir Gunnar. „Upp úr stendur tvímælalaust eldgosið í Vestmannaeyjum sem er stærsti og merkilegasti atburður sem mín kynslóð fjölmiðlafólks hefur komist í tæri við.“
Á ferlinum hefur Gunnar fylgst með fréttnæmum atburðum úr návígi og keppst við að vera fyrstur á staðinn þegar mikið liggur við. Ljósmyndir hans af ógleymanlegum augnablikum hafa birst í hinum ýmsu fjölmiðlum. Sú fyrsta birtist á forsíðu Tímans árið 1966 en undanfarinn áratug hefur Gunnar verið ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis.






„Margir stjórnmálamenn eru eftirminnilegir. Ég hef alltaf haft áhuga á stjórnmálum og átti ágætan kunningsskap við stjórnmálamenn, til dæmis Steingrím Hermannsson. Hann kynnti mig einu sinni fyrir mönnum og sagði: „Þetta er Gunnar Andrésson. Enginn maður hefur tekið jafn skrýtnar myndir af mér og hann.“ En þessar skrýtnu myndir eru allar í ævisögu Steingríms. Hann vildi hafa þær þar.“ Úr viðtali Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Gunnar sem birtist í Morgunblaðinu árið 2011.










The post Gunnar V. Andrésson: Á fréttavakt í fimmtíu ár appeared first on Fréttatíminn.