Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Borea –Ævintýralegar fjallaskíðaferðir fyrir vestan

$
0
0
Borea Adventures er ferðaþjónustufyrirtæki á Ísafirði. Nú yfir vetrartímann býður það upp á sérhæfðar fjallaskíðaferðir sem hljóma hreint ævintýralega.

„Við höfum orðið vör við að fjallaskíðamennska hefur tekið rosalega kipp síðustu árin. Við höfum verið að halda fjallaskíðanámskeið og þangað koma aðallega Íslendingar,“ segir Rúnar Karlsson, einn eigenda Borea.

Þá bjóða þau einnig upp á dagsferðir svo og lengri ferðir í 6 daga. „Í dagsferðunum förum við frá Ísafirði og í firðina í kring. Í lengri ferðunum þá förum við norður í Jökulfirði á Hornströndum,“ segir Rúnar. Eins og flestir vita, eru Hornstrandir ekki í vegasambandi og því siglt að eyðibýlinu Kvíum sem hefur staðið autt síðan 1948. „Við höfum verið að gera húsið upp og nú er húsið að breytast í glæsilegan fjallaskála með uppábúnum rúmum, sánabaði og fleiri þægindum. Á morgnana er farið af stað á báti sem skutlar fólki inn í nærliggjandi firði og þar er skíðað yfir daginn. Síðan er haldið aftur heim á bæ og borðaður góður matur og slakað á í sána fyrir næsta dag,“ segir Rúnar.

Rúnar segir að þessi árstími sé í raun ótrúlegur, en þessar ferðir eru farnar síðvetrar, yfirleitt frá mars og fram í lok maí. „Þarna er nánast enginn á ferli því aðgengið er erfitt. Þá er hægt að skíða alveg frá toppi fjallanna og niður í fjöru. Það eru mjög fáir staðir í heiminum þar sem það er hægt. Fólk er að koma frá bestu skíðastöðum heims til að upplifa eitthvað alveg einstakt,“ segir Rúnar.

Borea býður einnig upp á fjallaskíðaleigu með öllu sem til þarf fyrir fólk sem langar að prófa þetta skemmtilega sport.

Meiri upplýsingar er hægt að nálgast á www.borea.is og í síma 456 3322.

Unnið í samstarfi við Borea Adventures.

The post Borea – Ævintýralegar fjallaskíðaferðir fyrir vestan appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652