Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Snjóblinda Ragnars vinsæl úti í heimi

$
0
0

Með því má segja að frábæru ári hafi lokið með stæl hjá þessum vinsæla glæpasagnahöfundi. Independent sagði að Snjóblinda væri meðal átta bestu glæpasagna ársins. Gagnrýnandi blaðsins skrifaði að Í henni birtist „heillandi leiftur af myrkum og hrikalega ógnvekjandi sviðum mannlífsins.“ The Times sagði á dögunum að breskir glæpasagnaunnendur þekktu tvo frábæra íslenska höfunda, Arnald og Yrsu, og nú bættist sá þriðji við: Ragnar Jónasson. Snjóblinda komst á toppinn á metsölulista Amazon í Bretlandi og Ástralíu og lesendur úti í heimi bíða spenntir eftir næstu bókum Ragnars.

Þá var nýjasta glæpasaga Ragnars, Dimma, ein mest selda bók síðasta árs á Íslandi. Snjóblinda hefur lengi verið uppseld á Íslandi en er nú væntanleg í nýrri kiljuútgáfu. Hún gerist sem kunnugt er á Siglufirði í myrkri, innilokun og ófærð.

Helstu listar:

Eina af átta bestu glæpasögum ársins. Independent

Ein af fimm bestu frumraunum ársins. Crime Fiction Lover

Ein af tólf bestu bókum ársins. Off the Shelf Books

Besta bókin sem kom út í maí 2015. Reading Room With a View

Ein af tíu bestu glæpasögum ársins. Crime Thriller Girl

Ein af ellefu bestu glæpasögum ársins. Steph’s Book Blog

Siglufjarðarsyrpa Ragnars er ein af seríum ársins. Bibliophile Book Club

Ein af bestu glæpasögum ársins. Grab This Book

Ein af tíu bestu glæpasögum ársins. Bolo Books

 

The post Snjóblinda Ragnars vinsæl úti í heimi appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652