Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Sólveig Káradóttir í samstarf við Opening Ceremony

$
0
0

Galvan, fatamerki fyrrverandi fyrirsætunnar Sólveigar Káradóttur, vegnar heldur betur vel. Merkið var sett á fót fyrir tæpum tveimur árum með það í huga að bjóða upp á einfaldan en glæsilegan kvöldklæðnað, á viðráðanlegra verði en hátískumerkin bjóða upp á.

Galvan hefur síðan vaxið hratt og hafa stjörnur á borð við Siennu Miller, Jennifer Lawrence, Jessicu Alba, Olsen systur og Rihönnu klæðst fötum Galvan á rauða dreglinum. Merkið hefur verið mikið í kastljósinu í fjölmiðlum erlendis eftir að ný lína var kynnt í samstarfi við Opening Ceremony en það er ein heitasta tískuheildsala dagsins í dag með verslanir út um allan heim. Fyrsta verslunin opnaði árið 2002 en síðan hefur Opening Ceremony unnið með hönnuðum, leikurum og tískuhúsum á borð við TopShop, Pendleton, Rodarte, Maison Martin Margiela, Spike Jonze og Chloe Sevigny. Það er því óhætt að segja að sigurganga Sólveigar Káradóttur og Galvin sé rétt að hefjast.

Hér má sjá Sólveigu Káradóttur, eða Sólu Harrison líkt og hún heitir eftir að hún giftist syni bítilsins George Harrison, í hópi kvenna í Galvan kjólum þegar samstarfið við Opening Ceremony var kynnt.
Hér má sjá Sólveigu Káradóttur, eða Sólu Harrison líkt og hún heitir eftir að hún giftist syni bítilsins George Harrison, í hópi kvenna í Galvan kjólum þegar samstarfið við Opening Ceremony var kynnt.

 

The post Sólveig Káradóttir í samstarf við Opening Ceremony appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652