Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Foreldrabíó er vinsæl nýjung

$
0
0

„Þetta er hugsað fyrir foreldra með ungbörn sem vilja eiga notalega stund í bíó,“ segir Ásta María Harðardóttir, aðstoðarrekstrarstjóri Sambíóanna en þau hafa tekið upp á þeirri nýjung að hafa sérstaka sýningu fyrir foreldra með ungbörn í hádeginu á föstudögum. „Við stillum hljóðið lægra en vanalega og höfum smá ljós í salnum til að hafa þetta sem þægilegast. Svo erum við með aðstöðu fyrir utan salinn þar sem hægt er að hita mjólk og skola pela. Þetta er hugsað fyrir foreldra í fæðingarorlofi og við ákváðum að hafa sýningar á þessum tíma, þegar aðrir eru í vinnunni og stóru börnin í skólanum,“ segir Ásta María. Hún segir sýningarnar hafa verið vel sóttar, sérstaklega af mæðrum þó einhverjir feður hafi líka mætt, og stefnt sé að því að sýna nýja mynd annan hvern föstudag. Í dag, föstudag, verður gamanmyndin Ride Along 2 sýnd. Sýningarnar eru alltaf klukkan 12 í Smárabíói og miðinn kostar 1100 krónur. Hægt er að fylgjast með upplýsingum um viðburðinn á Facebook-síðu Smárabíós.

The post Foreldrabíó er vinsæl nýjung appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652