Hugi Hlynsson verður faðir í næsta mánuði og segist spenntur að takast á við hlutverkið.
Huga finnst foreldrahlutverkinu eiga að vera jafnt skipt milli föður og móður.
„Þetta á að vera fullkomlega sameiginlegt ferli, hvort sem kemur að uppeldi eða öðru í umönnun barnsins. Auðvitað eru hlutir sem eru mér líffræðilega ómögulegir, eins og fæðingin og brjóstagjöf. Kannski finn ég leið til að gera annað í staðinn.“
Hugi segist sjálfur hafa verið alinn upp við mikið jafnrétti á heimilinu og eigi svipað náið samband við báða foreldra. „Ég sé föðurhlutverkið sem nýtt og spennandi verkefni og ef maður er ekki spenntur fyrir nýju verkefni gerir það manni bara erfiðara fyrir. Því fylgir mikil óvissa að verða faðir í fyrsta skipti. Ég býst við miklu og hröðu lærdómsferli.“

Sjá frekari umfjöllun Fréttatímans um föðurhlutverkið.
The post Föðurhlutverkið – Spenntur að verða pabbi appeared first on Fréttatíminn.