Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Gallað amfetamín úr lyfjaverksmiðju á Grenivík

$
0
0

Lyfjastofnun hefur látið innkalla gallað amfetamínlyf sem lyfjaverksmiðja á Grenivík framleiddi fyrir nær þrefalt hærra verð en kostaði að kaupa danskt lyf, eins og gert var áður. 

Tugir neytenda hafa kvartað yfir lyfinu amfetamínsúlfati, eftir að hætt var að kaupa það frá Danmörku og farið að framleiða það í verksmiðju Pharmartica á Grenivík. Íslenska lyfið þykir hafa afar takmarkaða virkni en það er margfalt dýrara í innkaupum en það danska.
——
Lyfið hefur nú verið innkallað, að kröfu Lyfjastofnunar, enda getur vanvirkni haft mjög alvarleg áhrif á sjúklinga. Rannsókn benti ekki til að saknæmt athæfi væri að ræða en götuverðið á amfetamíni er um sautján þúsund krónur fyrir grammið.

Um 100 manns nota lyfið amfetamínsúlfat, bæði fyrrverandi fíklar og fólk sem þjáist af svefnsýki. Það er svokallað forskriftarlyf, án markaðsleyfis, en stóru lyfjafyrirtækin hirða ekki um að fá markaðsleyfi fyrir svo þröngan notendahóp og því eru þessi lyf framleidd og seld á undanþágu.

Íslensk forskriftarlyf hafa forgang á innflutt undanþágulyf, samkvæmt lögum. Þess vegna var ekki hægt að neita fyrirtækinu Pharmatica um að framleiða lyfið á grundvelli reglugerðar um forskriftarlyf þótt fyrirtækið rukki nær þrefalt meira fyrir lyfjaskammtinn en danska fyrirtækið í Glostrup.

Fyrirtækið Pharmartica framleiðir snyrtivörur, sápur og fæðubótaefni en amfetamínsúlfat er fyrsta lyfið í töfluformi sem það framleiðir. Lyfjastofnun hefur farið fram á að ráðuneytið skoði það, að breyta þessu ákvæði, vegna málsins en í farvatninu eru breytingar á lyfjalögum.

ARN

Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að eftir að sjúklingar og læknar höfðu ítrekað kvartað yfir lyfinu hafi málið verið rannsakað og töflurnar reynst vanvirkar. Kallað var í framhaldinu eftir nýjum birgðum frá Glostrup í Danmörku en þar var lyfið keypt áður. Síðan hafi verið tekin ákvörðun um að innkalla lyfið frá Pharmatica og veita undanþágu til að kaupa danska lyfið.
Samningurinn við Pharmartica á Grenivík er samt enn í fullu gildi. Það er að stórum hluta í eigu útgerðarfyrirtækisins Sæness og Grýtubakkahrepps og til húsa á Grenivík. Það var opnað með pomp og pragt árið 2003 og Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, tók virkan þátt í opnunni enda systir sveitarstjórans og mágkona forstjóra útgerðarfélagsins Sæness, sem er í eigu hreppsins og á stóran hlut í fyrirtækinu

10359 Ottar 1096

„Hneyksli“
„Þetta ert auðvitað ekkert annað en hneyksli,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir. „Það er mjög vond lykt af þessu máli og furðulegt að afhenda einhverju fyrirtæki á Grenivík leyfi til að framleiða lyf, sem sjúklingarnir upplifa sem lyfleysu, og selja dýrum dómum.
Óttar segir að lyfið sé gefið við drómasýki og djúpu þunglyndi. Þá fái einstaklingar lyfið sem séu forfallnir amfetamínsjúklingar til áratuga, ef læknir meti það svo að það sé betra að láta þá hafa lyf undir ströngu eftirliti en að hafa þá á götunni.
Hann segir að margir sjúklingar hafa fyllst vonleysi og örvæntingu þegar lyfið hætti að hafa áhrif og lagst í mikið þunglyndi og slæmt ástand. „Þetta eru einstaklingar sem hafa verið í áratugi á þessu lyfi og öðlast nýtt líf. Siðan er fótunum kippt undan þeim. Þetta mál lyktar langar leiðir.“

The post Gallað amfetamín úr lyfjaverksmiðju á Grenivík appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652