Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Föðurhlutverkið – Held ég væri fínn helgarpabbi

$
0
0

„Nei, ég held ég treysti mér ekki í föðurhlutverkið, segir Guðbrandur Loki Rúnarsson, sjálftitlaður „barnlaus helgarpabbi“. Mér finnst að faðir eigi að búa yfir botnlausri góðmennsku og þolinmæði og finnst mér ég bara ekki hafa þá eiginleika. Kannski myndi eitthvað foreldriseðli kikka inn ef ég eignaðist barn, en ég stórefa það. Ég yrði í mesta lagi fínn helgarpabbi.“

Guðbrandur segir sína föðurímynd mótaða af helgarpabbavenjum eigin æsku: „Ég ólst upp við að flestir í kringum mig, ég meðtalinn, væru skilnaðarbörn með helgarpabba. Mæðurnar sáu um uppeldið og ábyrgðina en pabbana hitti maður aðra hverja helgi og fór í bíó og út að borða með þeim. Flestir strákar sem ég þekki ólust upp með fjarverandi feður, sem gerir það að verkum að þeir tengja sjálfir ekki við föðurhlutverkið.“

Guðbrandur Loki telur stelpur frekar aldar upp við að sinna umönnun en strákar og þeir séu því síður undirbúnir fyrir föðurhlutverkið frá æsku. „Þegar ég var lítill var ég ekki látinn sjá um lítil frændsystkini, heldur systir mín frekar fengin í það.“

25525_Gudbrandur_Loki_Runarsson-2
Guðbrandur Loki Rúnarsson. Mynd|Rut

Sjá frekari umfjöllun Fréttatímans um föðurhlutverkið.

 

The post Föðurhlutverkið – Held ég væri fínn helgarpabbi appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652