Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Hannaði vöggu fyrir son sinn

$
0
0

„Ég hannaði vögguna fyrir son minn fyrir sex árum. Markmiðið var upphaflega að hanna klassískan hlut sem gæti verið í notkun innan fjölskyldunnar fyrir komandi kynslóðir. Ég breytti vöggunni svo aðeins og bætti fyrir sýninguna nú á HönnunarMars,“ segir Sverrir Þór Viðarsson innanhússarkitekt.

Sverrir var einn hönnuða sem tóku þátt í HönnunarMars á dögunum. Hann sýndi barnavöggu á sýningu í Epal. Vaggan er gerð úr eik og sprautulökkuðum MDF-plötum. Hún er á hjólum og að sögn hönnuðarins er auðvelt að setja hana saman og taka í sundur til að koma fyrir í geymslu.

25555 - sverrir vagga
Vaggan er á hjólum og gerð úr eik og sprautulökkuðum MDF-plötum. Auðvelt er að setja hana saman og taka í sundur fyrir geymslu.

„Ég fékk mjög jákvæð og góð viðbrögð á sýningunni. Það voru til dæmis margar konur sem komu til mín og sögðust vilja óska þess að þær væru óléttar svo þær gætu keypt af mér vöggu,“ segir Sverrir. Hann segir að engin áform séu uppi um fjöldaframleiðslu á vöggunni en áhugasamir geti þó haft samband við sig í gegnum netfangið sverrirvidars@gmail.com.

Sverrir er menntaður innanhússarkitekt frá ISAD í Mílanó. Hann útskrifaðist árið 2008 og hefur síðan tekið að sér ýmis verkefni á sviði arkitektúrs og hönnunar. Sverrir kom nýverið að byggingu leikskóla í Neskaupstað þar sem hann sá um allar innréttingar og vinnu sem sneri að innviðum hússins. Síðustu ár hefur hann hannað hillur og ýmsar lausnir fyrir heimili en vaggan er frumraun hans í húsgagnasmíði.

Sverrir Þór Viðarsson innanhússarkitekt hannaði vöggu fyrir son sinn fyrir sex árum. Hann betrumbætti hana á dögunum og sýndi á HönnunarMars. Mynd/Rut
Sverrir Þór Viðarsson innanhússarkitekt hannaði vöggu fyrir son sinn fyrir sex árum. Hann betrumbætti hana á dögunum og sýndi á HönnunarMars. Mynd/Rut

 

The post Hannaði vöggu fyrir son sinn appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652