Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Notar harminn í uppistandið

$
0
0

Uppistandarinn, textasmiðurinn og magadansmærin Þórdís Nadia Semichat er stödd í lyftunni hans Spessa, ljósmyndara í gömlu Kassagerðinni á Laugarnesi. Á ferðalaginu upp fjórar hæðir hússins segir Nadia frá áfallinu þegar hún fylgdist með andlega veikum aðstandanda hóta að kasta sér fram af svölum með barn í fanginu.

25560 Þordis Nadia mynd Spessi

„Á lokaárinu mínu við Listaháskólann upplifði ég mikla sorg og depurð. Einstaklingur sem er mér nákominn veiktist andlega. Í fyrstu fór hann að haga sér furðulega, með skrítnar samsæriskenningar, en á skömmum tíma ágerðist það verulega,“ segir Nadia.

Veikindi einstaklingsins höfðu djúpstæð áhrif á Nadiu en hún varði miklum tíma í að sannfæra hann um að leita sér hjálpar á geðdeild. „Það var barn í spilinu sem gerði þetta bæði flóknara og erfiðara. Veikindin náðu hátindi þegar hann læsti sig og barnið sitt inni og ætlaði að kasta sér fram af svölunum með það í höndunum.“

Kallað var til lögreglu og hafði einstaklingurinn þær ranghugmyndir að lögreglan ætlaði sér að drepa sig og barnið. „Ég var á staðnum og tókst einhvern veginn að ná barninu af honum áður en sérsveitin kom,“ lýsir Nadía með grátstafinn í kverkunum. „Hann var handtekinn fyrir framan okkur með látum og barnaverndarnefnd blandaði sér í málið. Þetta var gríðarlegt áfall sem kristallaðist þegar þáverandi kærastinn minn, sem ég var í fjarsambandi með, hætti með mér í gegnum tölvupóst. Mér leið eins og ég hefði misst þrjá einstaklinga á einum degi.“

Nadia segir námið hafa bjargað sér, að hafa verkefni fyrir stafni. „Ég var með svipuna á bakinu og ætlaði mér að útskrifast. Þegar maður upplifir slíka lægð er aðeins ein leið, upp.“ Nadia tók að semja uppistönd og fann sínar hæstu hæðir í því. „Uppistandið herðir mann gríðarlega og kennir manni að gefast ekki upp. Ég nota sögur úr eigin lífi og komst að því að hægt er að nýta erfiða reynslu í eitthvað jákvætt, uppbyggilegt og stundum fyndið.“


Sjá fleiri sögur úr lyftunni:

Jóhann Þór Meira frelsi í gaggó
Jóhann Þór Meira frelsi í gaggó
25279 Runar Freyr Nytt
Rúnar Freyr Ein leið þegar botninum er náð
25129 Birgitta mynd Spessi
Birgitta Jónsdóttir Þrjú sporlaus mannshvörf um ævina
25047 Kari Stefansdottir
Kári Stefánsson Timburmenn vondir – MR góður
24927 Vigdis Hauksdottir mynd Spessi
Vigdís Hauksdóttir Snarbilað kommentakerfi
Karlssonwilker Glíma á gólfinu og hanna Pumaskó o
Karlssonwilker Glíma á gólfinu og hanna Pumaskó
Gísli Grímsson Frá gjaldþroti til tunglsins
Gísli Grímsson Frá gjaldþroti til tunglsins
Arngerður í brúðarkjólnum. Mynd/Spessi
Arngerður María Arnardóttir Frá skilnaði í brúðarkjólinn
Friðgeir Trausti Var heimilslaus á Skid Row.
Friðgeir Trausti Heimilslaus á Skid Row.

The post Notar harminn í uppistandið appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652