Það er sjaldnast ládeyða á kaffistofu vagnstjóranna á Hlemmi, en þar geta vagnstjórar fengið sér kaffi eða kakóbolla milli vakta og rabbað við starfsfélagana.
„Hér eru allir vinir, þess vegna er þetta hægt,“ segir einn vagnstjórinn um leið og hann gengur út af kaffistofunni eftir pásu. Mikið flæði er inn og út af kaffistofunni allan daginn.
Þeir Valur og Sigurður vagnstjórar og Sigurður Ingi eftirlitsmaður mæta oft í vinnuna rétt eftir sex á morgnana, en segjast almennt morgunhressir: „Ég get byrjað að stríða farþegum um leið og ég vakna,“ segir Valur.
Spurðir hvort þeir eigi sér uppáhaldsfarþega segja þeir að þeir sem mestum tíma verja á Hlemmi séu þeir sem þeim þyki vænst um. Ákveðnir farþegar verji miklum hluta dagsins í strætó. Vagnstjórarnir þekkja þá marga með nafni og farþegarnir vagnstjórana.

Fyrri morgunstundir:

Steini trillukarl: Kaffi á hafi úti

Ólafur, Humera og Faisal: Taka það besta úr öllum kúltúrum

Linnea: Vegan-boltinn er farinn að rúlla

Hildur, Aron, Styrmir og Vera: Þetta er eins og lítil fjölskylda

Birna Þórðar: Skipti reykingunum út fyrir Lýsi


Morgunstund í Bólstaðarhlíðinni

Morgunstundin hjá Dísum Kramhússins

The post Morgunstund vagnstjóranna: Hlemmararnir uppáhaldsfarþegarnir appeared first on Fréttatíminn.