Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Litríkur, sígildur og endingargóður stíll

$
0
0

Þær Sigrún og Jóhanna eru fastakúnnar Verðlistans, tískuvöruverslunar sem hefur verið starfrækt í nærri hálfa öld. Fréttatíminn kíkti í fataskápinn hjá glæsikonunum þar sem hugtakið fatasóun þekkist ekki.

Vandlát og hvatvís í fatakaupum

Jóhanna Erlingsson hefur alltaf verið djörf í fatavali að eigin sögn. Hvort sem það er að sníða kjól úr gardínum, klæðast grískum kjólum eða líbönskum kyrtli þá er Jóhanna óhrædd við að prófa eitthvað nýtt. „Fólki finnst ég eflaust skrítin, en það er gott að vera skrítin. Þegar kemur að fatavali þá skiptir verðið engu, heldur gæðin. Ódýr flík er ódýr af ástæðu, hún endist kannski í eitt ár og ég hef ekki áhuga á slíku. Ég versla mér flíkur sem endast í tugi ára.”

26238_Johanna_Erlingsson-1
Jóhanna í sparifötunum, kjólinn sá hún á gínu í verslunarbás á Krít. Sölumaðurinn nennti ekki að klæða gínuna úr og selja Jóhönnu kjólinn, en gaf sig að lokum. Mynd|Rut

26238_Johanna_Erlingsson-3Á Íslandi verslar Jóhanna í Verðlistanum annað fær hún í búðum erlendis. „Þegar ég geng inn í búð þá staldra ég við í miðju hennar og horfi og horfi. Ég skanna yfir verslunina og bíð þess að eitthvað kalli á mig. Ég geng aldrei að fyrstu slá eða rótera í gegnum búðina alla. Það eru stundum ótrúlegustu flíkur sem grípa auga mitt, einu skilyrðin eru gæðaefni, góður frágangur og sígilt snið.“

 

Lykillinn að því að láta góðar flíkur endast er fyrst og fremst hreinlæti og væntumþykja samkvæmt Jóhönnu. „Maður á alltaf að fara tandurhreinn í föt, það skiptir höfuðmáli. Einnig að forðast óhreinindi með besta móti, þvo fötin rétt og þerra þau á herðatrjám, hér er ekki notast við þurrkara.“

26238_Johanna_Erlingsson-2
Stórglæsilegur pels úr bláref og húfa í stíl.

Tískuráð Jóhönnu:

  • Forðast óhreinindi og klæða sig alltaf hreinn í föt
  • Þegar gengið er inn í verslun skal láta fötin kalla á sig
  • Þerra föt á herðatrjám en ekki í þurrkara
  • Vera óhrædd við að taka áhættu í fatavali

Föt sem endast í áratugi

Sigrún Ingunn Þorsteinsdóttir hefur búið á móti Verðlistanum í hálfa öld, en hún verslar fötin sín nánast eingöngu þar. Fatasóun líðst ekki á hennar heimili og aðeins gæðaflíkur, sem endast árum saman, rata í hennar fataskáp. „Það sem Verðlistinn hefur fremur en aðrar verslanir eru gæði og sígildi. Ég hendi ekki fötunum mínum eftir eitt ár eins og sumir gera, þau endast mér í áratugi. Mér þykir alltaf gaman að vera huggulega til fara svo ég hef sankað að mér fínum og litríkum flíkum í gegnum tíðina. Stundum þegar ég mæti í boð þá segir fólk „mikið ertu fín, varstu að kaupa þetta?“ þá er ég gjarnan í tíu ára gamalli flík.“

26238_Sigrun_Ingunn_Thorsteinsdottir-1
Sigrún í fallegu lillabláu pilsi og jakka úr Verðlistanum. Þessu klæðist hún í fínum boðum og leikhúsi en hún kallar það sumardressið sitt. Mynd|Rut

Fataskápur Sigrúnar einkennist af litríkum jökkum, einlitum toppum og blússum, og dönsku buxunum víðfrægu. „Það skiptir öllu máli að fara vel með flíkurnar – beint úr þvottavélinni á herðatré. Ég lærði það síðan af henni Erlu í Verðlistanum að hengja buxurnar upp á skálminni og láta þær þorna, þannig helst brotið.“

Sigrún segist aðeins kíkja í búðir þegar fataskápinn skorti eitthvað. Þá er vandað til verka og vinkonur hennar hinu megin við götuna taka henni opnum örmum. „Ég kom við um daginn í leit að jakka og mátaði hann við bol sem ég var í. Þær sögðu mér að hann gengi nú alls ekki við, hann væri hvunndagslegur, þær sjá mig svo oft í honum úti á svölum.“

Tískuráð Sigrúnar:

  • Gæði og góð efni skipta höfuðmáli
  • Hengja buxurnar upp á skálmunum til þerris
  • Versla litrík föt í sígildu sniði sem detta ekki úr tísku
  • Alltaf skal klæðast sínu fínasta pússi í leikhús og á viðburði

 

The post Litríkur, sígildur og endingargóður stíll appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652