Rapparinn Snoop Dogg er væntanlegur til landsins í næstu viku og heldur Snoopadelic partí í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöld. Snoop kom síðast til landsins sumarið 2005 og hélt eftirminnilega tónleika í Egilshöll. Að þessu sinni kemur hann fram og spilar sem DJ Snoopadelic í tvo klukkutíma á sviðinu með öðrum erlendum plötusnúðum. Þá tekur hann vinsælustu lögin sín inni á milli til að halda uppi góðri stemningu.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Fjöldi íslenskra tónlistarmanna hitar upp fyrir Snoop. Þar ber fyrst að nefna drengina í Úlfur Úlfur sem eru á allra vörum eftir að þeir gáfu út frábæra plötu á dögunum, Tvær plánetur. Þeir félagar, Helgi Sæmundur og Arnar Freyr, njóta aðstoðar Agent Fresco á tónleikunum og eru greinilega nokkuð spenntir ef marka má Facebooksíðu sveitarinnar:
„Þegar ég var 8 ára heyrði ég fyrsta rapplagið mitt. Það var g’z and hustlas með Snoop Dogg. Þótt ég hefði verið pínulítill pjakkur á Sauðárkróki var ég samstundis alveg „holy shit þetta er allt sem ég hef þráð hingað til“, hætti að leika mér með dót og fór bara að hlusta á rapp.
16. júlí. Við og Snoop Dogg í Laugardalshöllinni. Damn good.“
Auk þeirra koma fram Blaz Roca ásamt Herra Hnetusmjöri, Joe Frazier, Dabbi T og Sesar Afrikanus, DJ Gísli Galdur, Shades of Reykjavík og KSF ásamt Tiny úr Quarashi og Alvia Islandia.
The post Úlfur Úlfur hitar upp fyrir Snoop Dogg appeared first on FRÉTTATÍMINN.