Ísland aldrei ofar
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 23. sæti á nýjum heimslista FIFA sem kynntur var í gær. Ísland er 16. sæti af Evrópuþjóðum og hefur aldrei verið ofar. Þar með er ljóst að Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 25. júlí næstkomandi. Það þýðir að aðeins eitt lið verður í riðli okkar sem telst sterkara, samkvæmt styrkleikalistanum. Ísland fór upp um fjórtán sæti á FIFA-listanum.
208.535 Íslendingar hafa farið til útlanda það sem af er ári, 23.700 fleiri en á sama tíma í fyrra. Júní og júlí eru vinsælustu ferðamánuðir Íslendinga en í síðasta mánuði voru brottfarir Íslendinga um Leifsstöð tæplega 48 þúsund talsins, 6.600 fleiri í fyrra.
27.400.000 króna hagnaður var af rekstri skemmtistaðarins b5 í fyrra.
Hættir á þingi
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hyggst hætta þingmennsku eftir tveggja ára setu. Ásta Helgadóttir tekur sæti hans í haust.
Enn fleiri uppsagnir
307 starfsmenn Landspítalans hafa sagt starfi sínu lausu undanfarnar vikur. Þar af eru 255 hjúkrunarfræðingar og 25 geislafræðingar. Fjórir hafa dregið uppsagnir sínar til baka.
14 sóttu um starf forstjóra Íbúðalánasjóðs, þrjár konur og ellefu karlar. Ráðið verður í stöðuna fyrir lok mánaðarins.
The post Vikan sem var: Landslið í hæstu hæðum og Pírati hættir á þingi appeared first on FRÉTTATÍMINN.