Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Hrútskýring: Snýst um að brjóta minni máttar niður

$
0
0

Fréttatíminn sótti fjórar hressar konur heim á Hrafnistu til að ræða hugtak sem hefur verið mikið í samfélagsumræðunni; „Mansplaining“ eða „Hrútskýring“ eins og það hefur verið kallað á íslensku. Þær höfðu ekki heyrt á orðið minnst, en þýðingu þess könnuðust þær vel við. 

 

Blaðamaður:
„Hafið þið heyrt talað um Mansplaining, hugtak sem hefur verið kallað hrútskýring á íslensku?“

Allar í kór: „Nei…“

Blaðamaður:
„Þetta er notað um aðstæður þar sem karl og kona eiga samtal og karlinn útskýrir eitthvað fyrir konunni líkt og hún viti ekkert um málið. Þegar hann gefur sér að konan viti ekkert um málið, án þess að vita nokkuð um það. Og kannski reynir kannski um leið að upphefja sjálfan sig, á kostnað konunnar.“
Erla Wigelund:

27061_hrafnista_mansplaining-1
„Já, þannig! Þegar karlar gera lítið úr konum. Ég hef ekki heyrt orðið. Ég var í Kaupmannasamtökunum í mörg ár og þar vorum við tvær konur og fjórir karlar og ég man ekki eftir þessu. Þar töluðu karlarnir við okkur konurnar eins og jafningja og veittu okkur ekkert minni athygli.“

Sigríður Hjelm:

27061_hrafnista_mansplaining-10
„En þetta var samt rosalega mikið til staðar í verkamannavinnu. Til dæmis í frystihúsinu þá voru verkstjórarnir miklu æðri og töluðu þannig við mann. Og svo var alveg leyfilegt að klípa mann í rassinn og þannig. Svo man ég að karlarnir voru að sýna manni launaumslagið sitt og monta sig af því að fá mikið hærra kaup, fyrir sömu vinnu. Ég skil orðið en ég hef ekki heyrt það áður. Ég hef ekki heldur séð það á facebook svo vinir mínir þekkja það ekki heldur.“
Margrét Sigurðardóttir:

27061_hrafnista_mansplaining-7
„Þú áttir nú bara að vera glöð ef einhver kleip þig í rassinn. Og það þýddi ekkert að kvarta, þannig var þetta bara í gamla daga. En ég hef aldrei heyrt þetta orð, hrútskýring. Ég efast um að þetta sé ennþá svona í dag en menn á mínum aldri tala niður til kvenna og hafa alltaf gert.“

Erla Wigelund:
„Já, þegar þið segið það. Ég var eitt sumar í kexverksmiðjunni Frón og þar voru forstjórarnir ekkert að heilsa manni, hvað þá að tala við mann.“

Sigríður Hjelm sjúkraliði:
„Og svo giftistu þekktum manni og þá breyttist það…“

Sif Ingólfsdóttir:

27061_hrafnista_mansplaining-5
„Ég kannast ekki við þetta orð en karlar litu almennt ekki á konur sem jafningja hér áður fyrr. Fyrir 55 árum síðan fór ég í aðgerð á Landspítalanum og mikið voðalega sárnaði mér þegar læknirinn útskrifaði mig. Þá sló hann í rassinn á mér og sagði; „fínn rass“. Mér fannst þetta svo ömurlegt veganesti.“
„Það var nú oft talað niður til mín þar sem ég var að stunda „skottulækningar“ en læknarnir áttu það til að tala niður til allra sjúklinga sinna áður fyrr, sem er mjög ljótt. Þetta snýst ekki bara um karla og konur, þetta snýst um að brjóta minni máttar niður og það er fullt af fólki sem er minni máttar. Læknarnir voru sérstaklega hrokafullir og litu á sig sem æðri menn en kannski vegna þess að þeir fengu aldrei heiðarlega gagnrýni. Við dýrkuðum þessa menn ósjálfrátt því við fengum ekki sömu tækifæri og þeir.“

Sigríður Hjelm:
„Þetta var bara tíðarandinn. En ungir menn eru allt öðruvísi í dag. Þeir eru betur upp aldir og kurteisari. Og keyra barnavagna, það er svo sætt.“

Margrét Sigurðardóttir:
„Það var bara til siðs þá, þeir gerðu ekkert, ekki neitt! Og auðvitað er það okkur að kenna hvernig við ólum syni okkar upp, ég dekraði meira við syni mína en dætur. Ég átti sex börn svo það var nóg að gera og kallinn alltaf úti á sjó. Ég ól þau ein upp og vann hjá Sláturfélaginu. Hann kom bara heim til að búa til börn.“
Sigríður Hjelm:
„Ég á eina dóttur sem ég dekraði mikið við og sagði henni alltaf að þó hún væri ekki með typpi þá væri hún ekkert minni en einhver karlmaður. Ég ól hana þannig upp og það hefur skilað sér.“
Erla Wigelund:
„Ungir menn eru til sóma í dag, meira að segja farnir að skipta á bleyjum! Minn kom aldrei nálægt svoleiðis, hann vaskaði ekki einu sinni upp. Jafnvel þó ég ynni úti. Ég held að þetta sé aðallega kaupið sem konur eru sárar út í dag. Fólk verður að fá sömu laun fyrir sömu vinnu.“

27061_hrafnista_mansplaining-2

Engum einum hefur verið eignað orðið Mansplaining en í kjölfar greinasafns bandaríska rithöfundarins Rebeccu Solnit frá árinu 2008, „Men Explain Things To Me“, var farið að nota hugtakið yfir menn sem finna hjá sér ómótstæðilega þörf fyrir að útskýra hluti fyrir konum, án þess að þær biðji um það eða þurfi mögulega á því að halda. Einnig þegar karlinn notfærir sér samtal, við þann sem hann telur sér óæðri á einhvern hátt, til að upphefja sjálfan sig. Solnit notaði ekki orðið mansplaining í bókinni en lýsti fyrirbærinu sem einhverju sem allar konur hefðu upplifað. Orðinu var bætt í netútgáfu Oxford orðabókarinnar árið 2014.

Hallgrímur Helgason rithöfundur íslenskaði svo hugtakið á facebook.
„Konur voru að auglýsa eftir íslensku orði yfir „mansplaining“ sem auðvitað er fyrirbæri sem konur þekkja betur en við karlarnir,“ segir Hallgrímur. „Þetta er svona þegar „besserwisserinn“ í sófanum tekur yfir samræðurnar og segir okkur hvernig hlutirnir eru, svona eins og Davíð gerði í sjónvarpskappræðum á Stöð tvö. Ræðan byrjar yfirleitt á orðunum „Það er nú mikill misskilningur að…“
Ég lendi oft í þessu með konunni minni, þegar „manspreading“ karl (karl sem breiðir úr sér) er að hrútskýra eitthvað fyrir okkur og gætir þess vandlega að horfa aldrei í augun á Öglu, konunni minni. Það er vandræðalega algengt. Þegar maður ræðir þetta við konur og biður um dæmi segja þær: „Þetta gerist á hverjum degi og maður reynir alltaf að gleyma því jafnóðum þannig að ég man ekki eftir neinu dæmi.“

Sjá frekari umfjöllun Fréttatímans um Hrútskýringar:

Konur deila sögum af hrútskýringum

27346_mansplaining-3

Bylgja Babýlons um mansplaining: „Ég má alveg tala við þig sko!“

27346 sigmund teikning

Þekkt dæmi um hrútskýringar

Strákarnir gera grín að femínisma en stelpurnar standa saman

27268_thrjar_vinkonur_mansplaining-2

 

 

The post Hrútskýring: Snýst um að brjóta minni máttar niður appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652