Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Frumleg leið gegn matarsóun

$
0
0

Íbúar smábæjarins Galdakao á Spáni komust nýlega í heimsfréttirnar fyrir einfalda en árangursríka leið til að berjast gegn matarsóun. Í vor ákvað hópur nokkurra sjálfboðaliða að koma ísskáp fyrir á fjölfarinni gangstétt í bænum og í hann getur hver sem er sett mat sem annars færi í ruslið.

Alváro Saíz, talsmaður samtakanna, segir ísskápinn fyrst og fremst vera hugsaðan til að berjast gegn matarsóun og að maturinn þar sé fyrir hvern sem hann vilji taka. Maturinn sé ætlaður bæði Jóni og séra Jóni, aðalmálið sé að mat sem hægt er að borða verði ekki hent í ruslið.

Bæði einstaklingar og veitingastaðir í nágrenninu eru duglegir við að setja hverskyns matvöru í ísskápinn og þar má sjá allt frá einu harðsoðnu eggi eða baunadós yfir í dýrindis heimagerða rétti. Fyrstu tvo mánuðina eftir að skápnum var stungið í samband bjargaði hann ríflega 300 kílóum af mat frá því að lenda á haugunum. Það eina sem ekki má fara í ísskápinn eru hrá egg, hrátt kjöt og hrár fiskur en sjálfboðaliðar kíkja daglega við og sjá til þess að allt sé eftir reglunum. Allur heimagerður matur þarf að vera dagsettur daginn sem hann var eldaður og engar vörur sem eru komnar fram yfir síðasta söludag fá pláss í skápnum. Hingað til hefur ekki þurft að henda neinu úr skápnum í ruslið.

Þessi litla og einfalda framkvæmd hefur vakið mikil viðbröð langt úr fyrir þorpið. Í viðtali við The Gurdian http://http://www.theguardian.com/world/2015/jun/25/solidarity-fridge-spanish-town-cut-food-waste-galdakao sagði Saiz hundruði félagasamtaka víðsvegar um heiminn hafa hringt til að spyrjast fyrir um hvernig best væri að standa að slíku verki og nú þegar hefur stórborgin Murcia sett upp sinn eigin ísskáp gegn matarsóun. 

Ísskápurinn víðfrægi.

Ísskápurinn víðfrægi.

The post Frumleg leið gegn matarsóun appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652