Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Aðeins þrjár sýningar af Journey. Önnur sýning í kvöld.

$
0
0

GusGus og Reykjavík Dance Productions bjóða áhorfendum í framandi ferðalag á sumarkvöldi í Reykjavík. Verkinu hefur verið lýst sem veislu fyrir skilningavitin þar sem dans, tónlist og sjónlist leika saman í fallegum arkitektúr Hörpu. Sýningin var frumflutt á Listahátíð 2012 við frábærar undirtektir og hefur síðan þá ferðast víða og verið í stöðugri þróun. Að þessu sinni mun Urður Hákonardóttir frumflytja lag eftir President Bongo. Sýningar að þessu sinni verða aðeins þrjár og í kvöld 14.júlí er önnur sýning. Sú þriðja og síðasta verður 20.júlí.

Reykjavík Dance Productions er hópur sem samanstendur af mörgum af okkar fremstu danslistamönnum og GusGus þarf ekki að kynna. Við samruna þessara tveggja afla varð til eitthvað einstakt. Saman hefur hópurinn lagt áherslu á samtal þvert á listform, lýðræðisleg vinnubrögð ásamt því að ýta hvert öðru stöðugt út fyrir þægindarammann. Unnið var út frá hugmyndinni um veizlu eða partý í mjög víðum skilningi. Allir fletir skoðaðir og úr varð framandi heimur þar sem listformin renna saman og mörkin á milli danssýningar og tónleika mást út. Áhorfandinn fær að fljóta með inn í þennan heim þar sem spilað er inn á allan tilfinningaskalann. Í lok ferðalagsins má segja að mörkin á milli þátttakenda og áhorfenda séu einnig útmáð.

Verkið hefur verið í útrás undanfarið, en sýningin hefur m.a. verið flutt í kornhlöðu í Danmörku, leikhúsi í menguðustu borg heims, Norilsk og í einkaklúbbi í Moskvu. Verkið hefur því verið í stöðugri þróun. Nýr staður, nýjar aðstæður, ný nálgun, nýtt verk. Einnig hafa listamennirnir verið duglegir við að bæta við lögum og senum, skipta öðrum út og betrumbæta. Þetta hefur haldið öllum á tánum og gert ferlið allt mjög lifandi. Það er því töluvert annað ferðalag sem bíður áhorfenda nú en þegar sýningin var frumflutt.

Sýningarnar þrjár núna í júlí eru sérstakt þróunarverkefni Hörpu og listamanna JOURNEY með það að markmiði að efla og auka framboð af menningartengdri ferðaþjónustu í miðborg Reykjavíkur yfir sumartímann og gefa erlendum gestum tækifæri á að sjá íslenska listsköpun í bland við íslenska náttúru.

Þátttakendur sýningarinnar eru:

Ásgeir Helgi MagnússonAðalheiður Halldórsdóttir, Cameron Corbett, Daníel Ágúst Haraldsson, Gabríel Patay Filippusson, Hannes Egilsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Högni Egilsson, Inga Maren Rúnarsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Sigríður Guðlaugsdóttir, Urður Hákonardóttir og Þyrí Huld Árnadóttir

 Aðrir sem að sýningunni koma eru:

Aðalsteinn Stefánsson, Sviðsmynd og lýsing, Baldvin Magnússon, hljóð, Filippía Elísdóttir og Ýr Þrastardóttir, búiningar og Katrín Hall, listrænn stjórnandi

The post Aðeins þrjár sýningar af Journey. Önnur sýning í kvöld. appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652