Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

12 tónleikar á 12 klukkutímum

$
0
0

Tónleikahátíðin KEXPort verður haldin í fjórða skipti í portinu fyrir aftan KEX Hostel laugardaginn 18. júlí næstkomandi frá tólf á hádegi til miðnættis. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs KEXP í Seattle og mun verða boðið upp á tólf tónlistaratriði á jafn mörgum klukkustundum. KEXP er útvarpsstöð sem sótt hefur Ísland heim árlega allt frá árinu 2009 og hefur unnið óeigingjarnt starf til kynningar á íslenskri tónlist í Bandaríkjunum og víðar í heiminum.
Hátíðin er haldin í portinu fyrir aftan Kex Hostel og eru hún opin almenningi á meðan rúm leyfir. Mikil stemning er fyrir KEXPort í ár og er óhætt að segja að fjölbreytni tónlistaratriða sé með besta móti.
Myndbandsupptöku af tónleikunum í ár verður streymt beint í gegnum KEXP.ORG, Kexland.is og MusicReach.tv og er það í fyrsta skiptið sem það verður gert. Meðal þeirra sem koma fram eru Sóley, Futuregrapher, Valdimar, Muck, Gísli Pálmi, Agent Fresco og Emmsjé Gauti. Allar nánari upplýsingar um dagskrána má finna á www.kexhostel.is

The post 12 tónleikar á 12 klukkutímum appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652