Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Hælisleitanda vísað í gistiskýlið

$
0
0

Mustapha Sebaa, eða Jamal, eins og hann er kallaður hefur fengið að gista á sófum hjá ókunnugu fólki að undanförnu.
Hann er 34 ára og segist hafa yfirgefið heimaland sitt árið 2004. Síðan hafi hann verið á flótta, meðal annars á Írlandi og Grikklandi. Hann sótti um hæli á Íslandi fyrir sex mánuðum og hefur á þeim tíma verið fluttur milli fimm mismunandi búsetuúrræða á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst um sinn dvaldi hann í móttökustöð Útlendingastofnunar, því næst í Arnarholti á Kjalarnesi, og svo í húsnæði fyrir hælisleitendur á vegum Reykjavíkurborgar. Þar fékk hann áminningu fyrir að vera með gesti. Fyrir þremur vikum var honum svo vísað úr húsnæðinu fyrir að hafa brotið húsreglur. Jamal segist hafa verið beðinn um að yfirgefa staðinn samstundis.
„Fulltrúi Reykjavíkurborgar sagði að ég mætti ekki búa þarna lengur og að leigubíll biði eftir mér. Bílstjórinn skutlaði mér til félagsmálayfirvalda og þar var mér vísað á gistiskýli fyrir heimilislausa. Ég stóð því bara úti í grenjandi rigningu, ekki einu sinni með strætókort.”

29936-jamal-02982Arndís Gunnarsdóttir lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir slík atvik færast í aukana, að hælisleitendum sé vísað úr húsnæði á vegum Útlendingastofnunar fyrir brot á húsreglum. „Við höfum farið fram á það við Útlendingastofnun að fólk fái formlega og skriflega viðvörun áður en því er vísað út. Okkur þykir ljóst að hælisleitendur gera sér ekki grein fyrir afleiðingum þess að brjóta reglurnar. Við viljum að við séum látin vita þegar slíkar aðvaranir eru veittar því við erum í góðu sambandi við okkar skjólstæðinga og getum aðstoðað við að láta hlutina ganga upp. Oft áttar fólk sig ekki á því að það á á hættu að vera rekið úr húsnæði fyrir að brjóta húsreglur og leitar til okkar eftir að það er komið á götuna. Við búum á Íslandi og það er allt annað að vera á götunni hér en í Suður-Evrópu.“29936-arndis-gunnarsdottir-raudi-krossinn

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652