Hljómsveitin Geirfuglarnir snýr sér við í gröfinni og blæs til dansleiks í gamla samkomuhúsinu sem nú er Hótel Flatey á Breiðafirði á morgun, laugardag. Hljómsveitin er vel úthvíld eftir að hafa legið í dvala í tvo vetur. Rykið verður dustað af hinni einstöku dansiballsdagskrá Geirfuglanna og er líklegra en hitt að heitt verði í kolunum á dansgólfinu. Þar verður allt í bland: polkar og rúmbur, harmónikkur og mandólín, valsar og rokk, gamalt og nýtt – því fyrir Geirfuglinum er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár sem dagur einn.
Geirfuglana skipa þeir Halldór Gylfason, Stebbi Magg, Þorkell Heiðarsson, Andri Geir Árnason, Ragnar Helgi Ólafsson og Freyr Eyjólfsson. Sérstakur gestur verður vestfirski heiðursgeirfuglinn, Vernharður Jósefsson.
The post Geirfuglar ganga aftur í Viðey appeared first on FRÉTTATÍMINN.