Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni, en Viðar Már Matthíasson hæstaréttardómi skilaði inn sérákvæði þar sem hann taldi að það ætti að fallast á niðurstöðu héraðsdóms.
Í fáum orðum fjallaði dómurinn um að Einar Björn Einarsson, einn af landeigendum Fells, sem liggur að Jökulsárlóni, vildi ekki heimila félögum sínum í landeigendafélagi um Fell, að leigja öðru ferðaþjónustufyrirtæki aðstöðu til þess að gera út báta á lóninu. Fyrirtæki í eigu Einars hefur verið með siglingar á lóninu um árabil.
Héraðsdómur féllst á rök Einars, meðal annars um að samkeppnin myndi koma niður á hagsmunum hans. Hæstiréttur Íslands úrskurðaði hinsvegar að einfaldan meirihluta landeigenda þyrfti til þess að heimila ráðstöfunina, en ekki samþykki allra, eins og Einar Björn hélt fram. Fyrirtækið Ice Lagoon fær því aðstöðu til þess að gera út siglingar á svæðinu.
Í sérákvæði Viðars Más segir að samningurinn við Ice Lagoon hafi verið gerður án þess að Einari, sem á tæplega 24% hlut í sameigninni, væri gefinn kostur á því að gæta hagsmuna sinna fyrr en búið var að skuldbinda félagið. Svo segir að engin gögn liggi fyrir í málinu um að óskað hafi verið samþykkis Einars við þessari samningsgerð. Því telur Viðar að hérðaðsdómurinn ætti að standa óhreyfður. Hans vilji varð þó ekki ofan á eins og fram hefur komið, og því staðreynd að tvö fyrirtæki munu bítast um ferðamennina við Jökulsárlónið -vg