Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Tugir sjómanna kærðir fyrir skattalagabrot í útlöndum

$
0
0
Skattrannsóknarstjóri hefur rannsakað 57 íslenska sjómenn, sem unnu hjá íslenskum útgerðum erlendis, vegna skattalagabrota og hefur embættið nú þegar kært meirihluta þeirra til héraðssaksóknara. Hin meintu brot í málunum snúast um að sjómennirnir, sem meðal annars unnu hjá íslenskum útgerðum í Afríku, hafi ekki greitt skatta af launum sínum á Íslandi þrátt fyrir að hafa verið búsettir hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttatímans geta einstaka mál snúist um skattaundanskot upp á tugi milljóna króna.
Þessi 57 mál sjómannanna eru meirihluti þeirra 108 mála sem tengjast Panamaskjölunum sem embætti skattrannsóknarstjóra hefur tekið til formlegrar rannsóknar vegna mögulegra skattalagabrota. Málin höfðu hins vegar flest verið tekin til rannsóknar áður en embætti skattrannsóknarstjóra keypti gögn um skattaskjólsviðskipti Íslendinga fyrir 37 milljónir króna í fyrra og áður en umfjöllun um Panamaskjölin hófst í vor. 34 mál af þessum 108 voru tekin til rannsóknar vegna upplýsinga í keyptu gögnunum samkvæmt frétt RÚV í vikunni.
Ólafur Hauksson segir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í vikunni geti haft fordæmisgildi í skattalagabrotamálum á Íslandi.
Ólafur Hauksson segir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í vikunni geti haft fordæmisgildi í skattalagabrotamálum á Íslandi.
Fréttatíminn hefur ekki heimildir fyrir því hjá hvaða útgerðum sjómennirnir 57 störfuðu, fyrir utan að einhverjir þeirra unnu hjá Sjólaskipum í Afríku. Rannsóknirnir á málunum snúa að því hvort löglegt hafi verið hjá sjómönnunum að skrá lögheimili sitt erlendis, og vera því skattskyldir þar samkvæmt lögum, en búa svo í reynd á Íslandi. Heimildir Fréttatímans herma að einhverjir af sjómönnunum hafi skráð lögheimili sitt í Máritaníu. Eitt af því sem yfirvöld kanna líka í málunum er þá líka hvort sjómennirnir hafi greitt skatta í löndunum sem þeir voru skráðir í.
Að sögn Ólafs Haukssonar héraðssaksóknara getur dómur sem Mannréttindadómstóll Evrópu felldi í vikunni í máli tveggja norskra fjárfesta gegn norska ríkinu haft áhrif á rannsókn og niðurstöðu slíkra mála. Samkvæmt þeim dómi taldi Mannréttindadómstólinn að norska ríkið mætti fyrst láta fjárfestana greiða álag fyrir skattsvik og síðar dæma þá í fangelsi. „Það er líklegt að þessi dómur hafi áhrif hér á Íslandi því þarna er komið fordæmi í skattalagabrotamálum.“

Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652