Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Pólitískt skipaðir fulltrúar í kjararáði fá 15.000 á tímann

$
0
0

Áætlað er að kjararáð hafi 38 milljónir til umráða á þessu ári, samkvæmt ríkisreikningi. Það er umsýslukostnaður, laun starfsmanns í hlutastarfi og laun til ráðsmanna. Fréttatíminn hefur hinsvegar ekki upplýsingar um hvernig þetta skiptist. Nefndarmenn fá rúmar 15.000 krónur á tímann, bæði fyrir fundarsetu og undirbúning undir fundi
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að kjararáð hafi aldrei verið skoðað sérstaklega af embættinu. Það yrði líka vandræðalegt þar sem ráðið ákvarðar launakjör ríkisendurskoðanda. Þetta fyrirkomulag bjóði reyndar upp á að ráðið lendi milli stafs og hurðar þegar komi að opinberu eftirliti.

Í kjararáði sitja fimm aðalmenn og fimm varamenn. Þrír eru kosnir af Alþingi eftir tilnefningu stjórnmálaflokka, Hæstiréttur skipar einn og fjármálaráðherra einn. Kjararáð hefur sætt gagnrýni víða í samfélagi eftir að það ákvað að hækka þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent eða sem nemur 338.254 krónum á mánuði. Þá hækkuðu laun forsætisráðherra einnig umtalsvert og verða 2.021.828 krónur en laun annarra ráðherra að meðtöldu þingfararkaupi verða 1.826.273 krónur á mánuði.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652