Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Versnandi efnahagsleg staða ungs fólks

$
0
0
„Þegar menn byrjuðu að vinna hjá útgerðinni í Afríku töldu þeir að þetta væri í lagi og ekki brot á lögum. Þeir sem hagnast alltaf mest á þessu eru atvinnurekendurnir sjálfir. Þeir forma þetta þannig að það sé best að hafa bara verktaka í vinnu hjá sér og sleppa þannig við fullt af gjöldum og losna við alls kyns kostnað,“ segir íslenskur sjómaður sem vann hjá Afríkuútgerð Samherja, Kötlu Seafood, í samtali við Fréttatímann um mál tuga sjómanna sem skattrannsóknarstjóri hefur kært til embættis héraðssaksóknara fyrir skattalagabrot. Miðað við orð sjómannsins vildu útgerðirnar því helst að sjómennirnir væru skilgreindir sem verktakar búsettir erlendis.
Eins og Fréttatíminn greindi frá í gær, föstudag, hefur embætti skattrannsóknarstjóra rannsakað mál 57 sjómanna sem talið er að hafi framið skattalagabrot með því að greiða ekki tekjuskatt af launum sínum á Íslandi þrátt fyrir að hafa í reynd verið búsettir hér á landi og verið fastráðnir starfsmenn útgerða. Mál meirihluta þessara 57 einstaklinga hefur skattrannsóknarstjóri sent til héraðssaksóknara til frekari rannsókna sem kunna að leiða til útgáfu ákæra. Blaðið hafði heimildir fyrir því að einhverjir af sjómönnunum hafi starfað hjá útgerð Sjólaskipa í Afríku en Samherji keypti þá útgerð árið 2007. Þá eru einhverjir starfsmenn Samherja meðal þeirra sem verið hafa til rannsóknar vegna skattalagabrota samkvæmt heimildum blaðsins.
Sjómaður sem starfaði hjá útgerð Samherja í Afríku segir að verklagið við launagreiðslur hafi haldist frá tíð Sjólaskipa og að starfsmönnum hafi verið ráðlagt að skrá lögheimili sitt erlendis, meðal annars í Máritaníu. Þeir sjómenn sem gerðu þetta hafa lent í vandræðum gagnvart skattayfirvöldum á Íslandi. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.
Sjómaður sem starfaði hjá útgerð Samherja í Afríku segir að verklagið við launagreiðslur hafi haldist frá tíð Sjólaskipa og að starfsmönnum hafi verið ráðlagt að skrá lögheimili sitt erlendis, meðal annars í Máritaníu. Þeir sjómenn sem gerðu þetta hafa lent í vandræðum gagnvart skattayfirvöldum á Íslandi. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.
Sjómaðurinn sem starfaði hjá Afríkutúgerð Samherja segir að þegar útgerðin keypti reksturinn af Sjólaskipum árið 2007 hafi Sjólaskip haft þennan háttinn á, að hvetja menn sem störfuðu hjá útgerðinni til að skrá lögheimili sitt erlendis. Samherji hafi því tekið þetta fyrirkomulag í arf. „Þegar Samherji kaupir þessa útgerð þá er búið að skrifa handritið að þessu. Sjólaskip höfðu gert þetta og áfram var þetta gert eftir þeirri forskrift enda voru að hluta til sömu starfsmenn sem héldu áfram að vinna þarna fyrir Samherja. Mönnum var bara bent á að gera þetta svona. Nú eru þessir menn með skattalögguna á eftir sér.“ Sjómaðurinn segist ekki vita hvort eða hvernig þeir sem skráðir voru með lögheimili erlendis greiddu skatta af launum sínum.
Á endanum þá réðu sjómennirnir því hins vegar sjálfir hvernig þeir höguðu búsetu sinni og hvar þeir greiddu skatta sína og gátu þeir ákveðið að búa á Íslandi ef þeir vildu. Sjómaðurinn bendir hins vegar á að sjómenn hafi almennt séð ekki mikla þekkingu á skatta- og peningamálum. Um 80 íslenskir starfsmenn unnu hjá útgerð Samherja í Afríku þegar mest var og voru laun þeirra há, um þúsund dollarar á dag. Þeir dvöldu í Afríku við fiskveiðar í 40 til 50 daga í senn og fengu því nokkrar milljónir króna í laun fyrir hvert úthald.
Einn af starfsmönnum Samherja í Afríku sagði í samtali við DV árið 2012 að hann fengi greidd laun í evrum inn á íslenskan gjaldeyrisreikning. „Við vinnum hjá erlendu fyrirtæki, tekjurnar verða til erlendis, við erum skráðir í erlendu landi, fáum greitt í evrum á Íslandi og borgum ekki skatt af þeim hér.“
Þetta fyrirkomulag við launagreiðslur til sjómannanna hefur hins vegar dregið dilk á eftir sér en umræddur sjómaður vissi auðvitað ekki um það á þessum tíma. Sjómennirnir geta bæði átt á hættu að þurfa að greiða álag vegna vangoldsins tekjuskatts, borga sektir auk þess sem ekki er útilokað að þeir verði ákærðir fyrir skattalagabrot.
Ekki náðist í Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, við vinnslu fréttarinnar.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652