Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Reynir fyrir sér í stóra eplinu

$
0
0

Leik- og söngkonan Ólöf Jara Skagfjörð hefur verið búsett í New York í 3 ár og lauk leiklistarnámi á síðasta ári frá leiklistarskólanum Circle In The Square. Eftir námið hefur hún verið að reyna fyrir sér í þeim frumskógi sem New York er og nýverið hreppti hún hlutverk í söngleiknum All Shook Up sem byggður er á lögum Elvis Presley en er alls ekki um hann. Söngleikurinn var frumsýndur nú í lok júlí í leikhúsi sem heitir Yorktown Stage sem er rétt fyrir utan borgina og segir Ólöf það vera mjög metnaðarfullt leikhús.
„Ég sá þetta auglýst og maður nýtir hvert tækifæri sem gefst í þessari borg,“ segir hún. „Ég fór í prufu og hreppti aðalhlutverkið, sem var mjög skemmtilegt. Karakterinn er algjör strákastelpa sem verður ástfangin af mótorhjólatöffara sem heimsækir litla bæinn hennar og seinna í verkinu klæðir hún sig upp sem strák til að komast nær honum. Það var virkilega gaman að leika þetta hlutverk.“
Ólöf stefnir á að vera áfram í New York og halda áfram að krækja í hlutverk. „Þetta er stóra sviðið og mig langar að reyna mig áfram á því,“ segir Ólöf Jara Skagfjörð leikkona.

The post Reynir fyrir sér í stóra eplinu appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652