„Ef þú vinnur ekki á skipi geturðu bókað að samstarfsfélagar þínir eiga eftir að vera pirraðir ef þú mætir með illa lyktandi dagsgamlan fisk í vinnuna,“ segir Travis Bradberry, forstjóri fyrirtækisins TalentSmart sem sérhæfir sig í tilfinningagreind. BBC Capital greinir frá því að Bradberry hafi nýverið tekið saman alvarlegustu mistökin sem fólk getur gert á vinnustaðnum. Hér eru nokkur þeirra.
- Að stinga fólk í bakið
Það segir sig sjálft að það er ávísun á slæman móral á vinnustaðnum ef þú stingur samstarfsfólk þitt í bakið. Bradberry segir að ein algengasta birtingarmynd þessa á vinnustað sé þegar fólk tekur yfir verkefni annarra án þess að ráðfæra sig við það. Yfirleitt gerir fólk þetta til að forðast árekstra en árekstrarnir verða enn meiri þegar samstarfsfólki verður ljóst að gengið var framhjá því.
- Slúðra
Þú kemur alltaf illa út ef þú slúðrar um samstarfsfólk þitt. Hvort sem þeir sem þú baktalar frétta af því eður ei þá verður þú alltaf slúðurberi í augum hinna.
- Segja að þú hatir vinnuna þína
Það síðasta sem fólk vill heyra frá samstarfsfólki sínu er hvað vinnan sé ömurleg. Þú dregur niður móralin og gefur þá mynd af þér að þú sért neikvæð manneskja. Ef þér finnst vinnan þín svona ömurleg skaltu bara finna þér nýja vinnu.
- Koma með illa lyktandi nesti
Þetta hljómar einfalt en ekki allir fara eftir því. Þó þér finnist sterkir mygluostar og annar lyktarmikill matur ver tilvalinn í nestisboxið er það ekki til að auka vinsældir þínar á vinnustaðnum að koma með slíkan mat.
- Að ljúga
Sumir segja hvíta lygi í sakleysislegum tilgangi en lygin vindur síðan oftar en ekki upp á sig. Oft gerir fólk það til að vernda sjálfan sig út af smávægilegum mistökum en þegar það kemst upp um þig vefst engum að þú varst að ljúga. Enginn treystir lygara.
The post Ekki vera pirrandi samstarfsfélaginn appeared first on FRÉTTATÍMINN.