Ferðalög Íslendinga í sumar
Utanlandsferðir Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár sem ferðast til útlanda í sumarfríinu. Nær 62% ferðuðust til útlanda í sumar en þegar fyrst var spurt fyrir átta árum hafði aðeins þriðjungur Íslendinga ferðast til útlanda um sumarið. Íbúar höfuðborgarsvæðisins ferðuðust frekar til útlanda í sumar en íbúar landsbyggðarinnar. Fólk sem hefur lokið framhalds- eða háskólaprófi ferðaðist einnig frekar til útlanda en fólk sem hefur ekki framhaldsmenntun að baki. Loks er fólk líklegra til að hafa ferðast til útlanda í sumar eftir því sem það hefur hærri fjölskyldutekjur.
Sú undantekning er þó á, að hópurinn með lægstu fjölskyldutekjurnar er einnig nokkuð líklegur til að hafa farið til útlanda, en sú hefur ekki verið raunin í fyrri mælingum.
Ferðalög innanlands
Rúmlega 69% Íslendinga ferðuðust innanlands í sumar. Færri landsmenn ferðuðust innanlands síðustu fjögur sumur en sumrin 2010 – 2012.