Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Ekki víst að áskrifendur Tekjur.is fái endugreitt, komi til lögbanns og lokunar vefsins

$
0
0

Ákvörðun um hvort lög­bann verði sett á vefsíðuna tekj­ur.is verður ekki tek­in í dag. Sýslumaður­inn á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir að fara þurfi yfir mik­inn bunka af skjöl­um í mál­inu og að eng­in ákvörðun liggi fyr­ir. Ruv.is greindi fyrst frá.

Ingvar Smári Birg­is­son, lög­fræðing­ur og formaður Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna, krafðist í gær lög­banns á tekj­ur.is eins og sagt var frá hér á Fréttatímanum.

En á vefn­um er hægt er að fletta upp tekj­um og skatta­upp­lýs­ing­um allra Íslend­inga 18 ára og eldri, gegn greiðslu áskrift­ar­gjalds og er Visku­brunn­ur ehf. rekst­araðili síðunn­ar.

Athygli vekur að ekkert er minnst á í skilmálum á vefnum tekjur.is um að fólk fái endurgreiðslu komi til þess að lögbann verði sett á og engar tilkynnigar hafa komið fram á vefsíðunni um það atriði.

En í 12. grein um skilmála segir að ,,Eftir að skráningar- eða áskriftargjald hefur verið greitt er ekki hægt að skila þjónustunni, né krefjast endurgreiðslu.”  Rétt er hjá þeim sem að hyggjast kaupa þjónustuna að kynna sér málið frekar en að sjálfsögðu ættu forsvarsmenn vefsins að upplýsa um málið á vef sínum.

12. grein í skilmálum:  Greiðslur, afhending og skil
Notandi greiðir skráningargjald fyrir aðganginn sem er afhentur á vefsvæði tekjur.is. Með skráningargjaldi fylgir aðgangur að vefsvæðinu í einn mánuð. Í framhaldi er greitt áskriftargjald fyrir hvern mánuð. Notandi hefur aðgang svo lengi sem áskriftargjald er greitt. Áskrift endurnýjast sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp.
Eftir að skráningar- eða áskriftargjald hefur verið greitt er ekki hægt að skila þjónustunni, né krefjast endurgreiðslu. Hægt er að ganga frá greiðslu á vefsvæðinu tekjur.is með greiðslukortum.

Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og lögfræðingur, lagði fram lögbannsbeiðni í dag á vefinn tekjur.is


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652