Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Ragnar Þór Ingólfsson ánægður með niðurstöðu af ASÍ þingi

$
0
0

,,Okkur tókst að snúa bökum saman og breyttum sundrungarveisluhöldum viðsemjenda okkar í panik partý.”

,,Í gær lauk 43.Þingi ASÍ og var niðurstaða þingsins svo sannarlega ánægjuleg fyrir félagsmenn hreyfingarinnar. Glæsileg og sameinuð forysta tekur nú við keflinu fyrir þá miklu áskorun sem framundan er. Ég er afar stoltur að sjá öfluga konu leiða verkefnið og líka fyrir hönd VR/LÍV en þrjár grjótharðar konur eru af fimm fulltrúum okkar í miðstjórn.

Ég hafði ákveðið að gefa kost á mér til fyrsta varaforseta og voru tveir frambjóðendur til viðbótar í framboði líka. Ég tók þá ákvörðun að draga framboð mitt til baka og bjóða mig frekar fram í miðstjórn ASÍ því ég vildi sjá þá báða í framlínu hreyfingarinnar.

VR er stærsta stéttarfélag landsins og höfum við gríðarlega sterka rödd vegna stærðar okkar. Það er því mikilvægt, og ekki veitir af, að fá fleiri raddir í orðræðustríðið sem nú stendur yfir þar sem lobbíistar hagsmunaafla svífast einskis í dómsdagsspám sínum ef fáránlegum kröfum hreyfingarinnar um að ná endum saman af dagvinnulaunum ná í gegn.

Fleiri frábærar fréttir af þinginu voru að ASÍ ung eða ungliðahreyfing Alþýðusambandsins hefur nú aukið vægi sitt og verður sterkari rödd innan ASÍ. Löngu tímabært!

En þegar öllu er á botninn hvolft kemur hreyfingin sameinuð, standandi og miklu sterkari út úr þessu. Staða sem mér hafði aðeins dreymt um að gæti náðst. Sá draumur varð að veruleika í gær. Við svöruðum kalli sem hreyfing. Það var dregið strik í sandinn innan okkar raða.

Okkur tókst að snúa bökum saman og breyttum sundrungarveisluhöldum viðsemjenda okkar í panik partý.
Innilega til hamingju með þingið og ný hlutverk Drífa, Villi og Kristján. Innilega til hamingju félagsmenn ASÍ.” Segir Ragnar Þór Ingólfsson um ASÍ þingið.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652