„Við leggjum áherslu á að nemendur læri fagmennsku og öðlist þekkingu og færni,“ segir Jóna Dóra Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Snyrtiakademíunnar. Námsleiðirnar eru tvær, annars vegar eins árs nám í snyrtifræði og hins vegar 14 vikna diplómanámskeið í förðun.
Eini snyrtiskóli landsins með alþjóðlega viðurkenningu
Námið í Snyrtiskólanum skiptist í bóklegt og verklegt og er tekið á einu ári. „Einn af kostum skólans er að námið er þétt og tekið á stuttum tíma, sem þýðir að hægt er að fara fyrr út á vinnumarkaðinn. Nemendur okkar eru margir hverjir að láta drauminn rætast og skipta um starfsvettvang og skiptir því máli að komast hratt út á vinnumarkaðinn,“ segir Jóna Dóra. Atvinnutækifærin eru fjölmörg að námi loknu. „Nemendur okkar hafa farið á snyrtistofur, í snyrtivöruheildsölur og sumir snyrtifræðingar hafa starfað með húðlæknum, svo dæmi séu tekin.“ Ein af sérstöðum skólans er alþjóðleg viðurkenning. „Snyrtiskólinn er eini íslenski skólinn sem hefur alþjóðlega Cidesco viðukenningu, sem þýðir að nemendum okkar gefst tækifæri á að starfa erlendis,“ segir Jóna Dóra. Auk þess býðst útskriftarnemum að fara á námssamning erlendis, en hluti af náminu eru 40 vikur á snyrtistofu eftir útskrift. „Í nóvember eru tveir nemar frá okkur á leiðinni til Noregs.“ Nám í snyrtifræði býður upp á endalausa möguleika og segir Jóna Dóra að alltaf sé hægt að bæta við þekkinguna. „Við tökum vel á móti öllum nemendum og sérstaklega strákum. Hingað til höfum við útskrifað tvo stráka og það væri gaman að sjá fleiri stráka hér í Snyrtiakademíunni.“ Ný önn hefst í nóvember og er opið fyrir skráningu. Námið er lánshæft hjá LÍN og er 18 ára aldurstakmark.

Nýjar áherslur í Förðunarskólanum
Förðunarskólinn hefur verið leiðandi í kennslu í förðun allt frá stofnun hans árið 1997. Þóra Kristín Þórðardóttir er yfirkennari skólans. Nýir kennarar hafa bæst í hópinn og verða nýjar áherslur í skólanum í vetur. „Við höfum nútímavætt förðunarskólann,“ segir Jóna Dóra. Hvert námskeið stendur yfir í 14 vikur og hljóta nemendur diplómu í förðun að námi loknu. „Í náminu er lögð áhersla á tísku- og ljósmyndaförðun, leikhúsförðun, airbrush, special effects og líkamsförðun. Auk þess læra nemendur smokey, dag- og kvöldförðun, brúðarförðun, tímabilafarðanir, grafíska förðun, tattoo, catwalk, umhirðu húðar og margt fleira,“ segir Jóna Dóra. Á námskeiðinu er notast við fyrsta flokks vörur frá Smashbox og mikið lagt upp úr að útskrifa nemendur sem eru sjálfstæðir í vinnubrögðum og tilbúnir að takast á við þá fjölbreytni sem einkennir starf förðunarfræðings. „Námið krefst nákvæmni, aga, hugmyndaflugs og sköpunargleði og við leggjum áherslu á að nemendur virki þessa eiginleika. Skráning stendur nú yfir og næsta námskeið hefst í janúar 2016. Aldurstakmark er 16 ár. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni snyrtiakademian.is
Unnið í samstarfi við Snyrtiakademíuna
The post Faglegt og fjölbreytt nám í Snyrtiakademíunni appeared first on Fréttatíminn.