Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Guðbjart­ur Hann­es­son látinn

$
0
0

Guðbjart­ur Hann­es­son, alþing­ismaður og fyrr­ver­andi ráðherra, er látinn 65 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein.

Guðbjart­ur var fædd­ur á Akra­nesi 3. júní árið 1950. Hann var menntaður kennari og stundaði framhaldsnám í skólastjórn við Kennaraháskóla Íslands. Hann lauk meistaraprófi frá kennaraháskóla Lundúna.

Guðbjartur var kennari og skólastjóri á Akranesi um árabil. Hann vann að sveitastjórnarmálum í heimabænum og var kjörinn á Alþingi fyrir Samfylkinguna 2007. Hann var fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra og heil­brigðisráðherra 2. sept­em­ber 2010 til 31. des­em­ber 2010 og vel­ferðarráðherra frá 2011-2013.

Eft­ir­lif­andi maki Guðbjarts er Sigrún Ásmunds­dótt­ir yf­iriðjuþjálfi. Dæt­ur þeirra eru Birna fædd 1978 og Hanna María fædd 1988.

The post Guðbjart­ur Hann­es­son látinn appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652