Guðbjartur Hannesson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, er látinn 65 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein.
Guðbjartur var fæddur á Akranesi 3. júní árið 1950. Hann var menntaður kennari og stundaði framhaldsnám í skólastjórn við Kennaraháskóla Íslands. Hann lauk meistaraprófi frá kennaraháskóla Lundúna.
Guðbjartur var kennari og skólastjóri á Akranesi um árabil. Hann vann að sveitastjórnarmálum í heimabænum og var kjörinn á Alþingi fyrir Samfylkinguna 2007. Hann var félags- og tryggingamálaráðherra og heilbrigðisráðherra 2. september 2010 til 31. desember 2010 og velferðarráðherra frá 2011-2013.
Eftirlifandi maki Guðbjarts er Sigrún Ásmundsdóttir yfiriðjuþjálfi. Dætur þeirra eru Birna fædd 1978 og Hanna María fædd 1988.
The post Guðbjartur Hannesson látinn appeared first on Fréttatíminn.