Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Arnaldur til Random House

$
0
0

Íslenskir útgefendur eru nokkuð kátir með árangur af ferð sinni á bókamessuna í Frankfurt um síðustu helgi, enda hefur eftirspurn eftir íslenskum bókum aukist gríðarlega og öll samningagerð við erlenda útgefendur auðveldari en áður.
Hver útgáfusamningurinn af öðrum var undirritaður og meðal annars var væntanleg bók Arnaldar Indriðasonar, Þýska húsið, seld risaútgefandanum Random House í Bretlandi. Auk nýju bókarinnar, sem kemur út 1. nóvember að vanda, var gengið frá fimm öðrum samningum um bækur Arnaldar.
Heimska, ný skáldsaga Eiríks Arnar Norðdahl, var seld til Svíþjóðar og Frakklands en síðasta bók hans, Illska, hefur átt mikilli velgengni að fagna í Frakklandi undanfarin misseri. Þá var gengið frá útgáfu á Drápu Gerðar Kristnýjar í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi.

 

The post Arnaldur til Random House appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652